„Ritstjórinn spurði hvort ég væri byrjaður að drekka“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2013 16:21 Að kvöldi 23. janúar 1973 hafði fréttamaðurinn Árni Johnsen nýlokið vakt á Morgunblaðinu þegar síminn hringdi. Á línunni var móðir Árna sem búsett var í Vestmannaeyjum og hafði tíðindi fyrir son sinn. „Hún segir að það sé byrjað svolítið austur á eyju," segir Árni og hlær. „Mér átti ekki að bregða." Árni segist hafa pantað flugvél um leið og þvínæst hringt í Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins. „Ég sagði honum að það væri byrjað að gjósa í Eyjum, það þyrfti að stoppa blaðið í prentun," segir Árni. Hann segir ritstjóra sinn hafa tekið erindinu fálega en þó tekið mark á sér. „Þegar ég hafði lokið samtali mínu við Styrmi þá hringdi hann í Björn Jóhannsson fréttastjóra. Hann spurði Björn hvort að ég væri byrjaður að drekka," segir Árni og skellir upp úr. Öllu vanur eftir tveggja ára dvöl í SurtseyEftir að gengið hafði verið úr skugga um að Morgunblaðið færi ekki strax í prentun hélt Árni til Vestmannaeyja. „Ég var í fyrstu vélinni sem var komin út í Heimaey rúmlega hálftíma eftir að gosið byrjaði," segir Árni sem lét sér hvergi bregða við komuna þangað. „Ég hafði náttúrulega búið í Surtsey. Var þar vaktmaður í tvö ár á meðan það var gos í eynni. Svo ég þekkti þetta allt saman þannig séð. Mér brá svo sem ekki," segir Árni sem bjó einn í rannsóknarhúsi á eyjunni auk þess sem vísindamenn voru reglulegir gestir. Gosið í Surtsey stóð yfir í á fimmta ár og var Árni vaktmaður á eyjunni síðustu tvö árin. „Það var rosalega sérkennilegur tími," segir Árni. Einstaka menn þoldu ekki að koma aftur til EyjaAllir fimm þúsund íbúar Heimaeyjar þurftu frá að hverfa í gosinu. Árni segir aldrei hafa komið annað til greina hjá móður sinni og fjölskyldu en að snúa aftur að gosi loknu. „Það stóð aldrei neitt annað til," segir Árni og bendir á að til undantekninga hafi heyrt ef fólk var hrætt. „Það voru einstaka, örfáir, taldir á fingrum annarrar handar, sem þoldu ekki að koma til Eyja lengi vel. Þeir urðu bara veikir þegar þeir komu heim," segir Árni. „Það var ekki eins og Mundi heitinn í Draumbæ. Ég kom með hann heim, gamlan jaxl. Þegar við keyrðum niður í bæinn og horfðum á Eldfellið sagði Mundi: „Helvítis glás er af koksi hér"," segir Árni og hlær. Árni tekur þátt í hátíðarhöldum Eyjamanna í kvöld í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin frá gosinu í Heimaey. Tala Vestmannaeyingar um Þakkargjörðahátíð og hefur afmælinu verið fagnað í Eyjum í dag ásamt því sem blysför verður úr Landakirkju niður að höfn í kvöld. Þar mun biskup Íslands fara með bæn.*Koks er efni sem situr eftir þegar kol eru hituð án þess að súrefni komist þar að, hreinna og léttara eldsneyti en kol. Tengdar fréttir Blysför lýkur með bæn biskups Eyjamenn minnast þess í dag að fjörutíu ár eru liðin frá eldgosinu á Heimaey þann 23. janúar 1973. Eyjamenn halda upp á daginn með pompi og prakt. 23. janúar 2013 15:55 Fjörutíu ár liðin frá eldgosinu í Heimaey Fjörutíu ár eru í dag liðin frá því að eldgos hófst á Heimaey í Vestmannaeyjum og allir, rúmlega fimm þúsund íbúarnir flýðu til lands um borð í fiskiskipum Eyjamanna. 23. janúar 2013 07:23 Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30 Eyjamenn nutu guðlegrar forsjár Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að guðleg forsjón, yfirvegun íbúa og sameiginlegt átak allra landsmanna hafi orðið Eyjamönnum að mildi hörmunanóttina 23. janúar 1973. 23. janúar 2013 09:35 Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20. janúar 2013 11:30 BBC rýnir í eldgos framtíðarinnar á Íslandi Nú þegar fjörtíu ár upp á dag eru liðin frá því eldgosið mikla hófst í Heimaey, er ekki úr vegi að skoða heimildarmynd Katie Humble, sem framleidd var fyrir BBC í fyrra. Í myndinni er farið yfir Eyjafjallagosið, Heimaeyjargosið og fleiri stórgos í sögu Íslands, og reynt að rýna í framtíðina varðandi stórgos sem gætu vofað yfir Íslandi og Evrópu. 23. janúar 2013 14:21 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Að kvöldi 23. janúar 1973 hafði fréttamaðurinn Árni Johnsen nýlokið vakt á Morgunblaðinu þegar síminn hringdi. Á línunni var móðir Árna sem búsett var í Vestmannaeyjum og hafði tíðindi fyrir son sinn. „Hún segir að það sé byrjað svolítið austur á eyju," segir Árni og hlær. „Mér átti ekki að bregða." Árni segist hafa pantað flugvél um leið og þvínæst hringt í Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins. „Ég sagði honum að það væri byrjað að gjósa í Eyjum, það þyrfti að stoppa blaðið í prentun," segir Árni. Hann segir ritstjóra sinn hafa tekið erindinu fálega en þó tekið mark á sér. „Þegar ég hafði lokið samtali mínu við Styrmi þá hringdi hann í Björn Jóhannsson fréttastjóra. Hann spurði Björn hvort að ég væri byrjaður að drekka," segir Árni og skellir upp úr. Öllu vanur eftir tveggja ára dvöl í SurtseyEftir að gengið hafði verið úr skugga um að Morgunblaðið færi ekki strax í prentun hélt Árni til Vestmannaeyja. „Ég var í fyrstu vélinni sem var komin út í Heimaey rúmlega hálftíma eftir að gosið byrjaði," segir Árni sem lét sér hvergi bregða við komuna þangað. „Ég hafði náttúrulega búið í Surtsey. Var þar vaktmaður í tvö ár á meðan það var gos í eynni. Svo ég þekkti þetta allt saman þannig séð. Mér brá svo sem ekki," segir Árni sem bjó einn í rannsóknarhúsi á eyjunni auk þess sem vísindamenn voru reglulegir gestir. Gosið í Surtsey stóð yfir í á fimmta ár og var Árni vaktmaður á eyjunni síðustu tvö árin. „Það var rosalega sérkennilegur tími," segir Árni. Einstaka menn þoldu ekki að koma aftur til EyjaAllir fimm þúsund íbúar Heimaeyjar þurftu frá að hverfa í gosinu. Árni segir aldrei hafa komið annað til greina hjá móður sinni og fjölskyldu en að snúa aftur að gosi loknu. „Það stóð aldrei neitt annað til," segir Árni og bendir á að til undantekninga hafi heyrt ef fólk var hrætt. „Það voru einstaka, örfáir, taldir á fingrum annarrar handar, sem þoldu ekki að koma til Eyja lengi vel. Þeir urðu bara veikir þegar þeir komu heim," segir Árni. „Það var ekki eins og Mundi heitinn í Draumbæ. Ég kom með hann heim, gamlan jaxl. Þegar við keyrðum niður í bæinn og horfðum á Eldfellið sagði Mundi: „Helvítis glás er af koksi hér"," segir Árni og hlær. Árni tekur þátt í hátíðarhöldum Eyjamanna í kvöld í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin frá gosinu í Heimaey. Tala Vestmannaeyingar um Þakkargjörðahátíð og hefur afmælinu verið fagnað í Eyjum í dag ásamt því sem blysför verður úr Landakirkju niður að höfn í kvöld. Þar mun biskup Íslands fara með bæn.*Koks er efni sem situr eftir þegar kol eru hituð án þess að súrefni komist þar að, hreinna og léttara eldsneyti en kol.
Tengdar fréttir Blysför lýkur með bæn biskups Eyjamenn minnast þess í dag að fjörutíu ár eru liðin frá eldgosinu á Heimaey þann 23. janúar 1973. Eyjamenn halda upp á daginn með pompi og prakt. 23. janúar 2013 15:55 Fjörutíu ár liðin frá eldgosinu í Heimaey Fjörutíu ár eru í dag liðin frá því að eldgos hófst á Heimaey í Vestmannaeyjum og allir, rúmlega fimm þúsund íbúarnir flýðu til lands um borð í fiskiskipum Eyjamanna. 23. janúar 2013 07:23 Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30 Eyjamenn nutu guðlegrar forsjár Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að guðleg forsjón, yfirvegun íbúa og sameiginlegt átak allra landsmanna hafi orðið Eyjamönnum að mildi hörmunanóttina 23. janúar 1973. 23. janúar 2013 09:35 Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20. janúar 2013 11:30 BBC rýnir í eldgos framtíðarinnar á Íslandi Nú þegar fjörtíu ár upp á dag eru liðin frá því eldgosið mikla hófst í Heimaey, er ekki úr vegi að skoða heimildarmynd Katie Humble, sem framleidd var fyrir BBC í fyrra. Í myndinni er farið yfir Eyjafjallagosið, Heimaeyjargosið og fleiri stórgos í sögu Íslands, og reynt að rýna í framtíðina varðandi stórgos sem gætu vofað yfir Íslandi og Evrópu. 23. janúar 2013 14:21 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Blysför lýkur með bæn biskups Eyjamenn minnast þess í dag að fjörutíu ár eru liðin frá eldgosinu á Heimaey þann 23. janúar 1973. Eyjamenn halda upp á daginn með pompi og prakt. 23. janúar 2013 15:55
Fjörutíu ár liðin frá eldgosinu í Heimaey Fjörutíu ár eru í dag liðin frá því að eldgos hófst á Heimaey í Vestmannaeyjum og allir, rúmlega fimm þúsund íbúarnir flýðu til lands um borð í fiskiskipum Eyjamanna. 23. janúar 2013 07:23
Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30
Eyjamenn nutu guðlegrar forsjár Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að guðleg forsjón, yfirvegun íbúa og sameiginlegt átak allra landsmanna hafi orðið Eyjamönnum að mildi hörmunanóttina 23. janúar 1973. 23. janúar 2013 09:35
Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20. janúar 2013 11:30
BBC rýnir í eldgos framtíðarinnar á Íslandi Nú þegar fjörtíu ár upp á dag eru liðin frá því eldgosið mikla hófst í Heimaey, er ekki úr vegi að skoða heimildarmynd Katie Humble, sem framleidd var fyrir BBC í fyrra. Í myndinni er farið yfir Eyjafjallagosið, Heimaeyjargosið og fleiri stórgos í sögu Íslands, og reynt að rýna í framtíðina varðandi stórgos sem gætu vofað yfir Íslandi og Evrópu. 23. janúar 2013 14:21
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent