Enski boltinn

Hangeland lyfti dómaranum | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Knattspyrnudómarinn Lee Probert þurfti smá hjálp til að skoða höfuðmeiðsli hins hávaxna Brede Hangeland hjá Fulham.

Þeir Hangeland og Peter Crouch, leikmaður Stoke, skullu saman í leiknum en samanlagt eru þeir fjórir metrar á hæð.

Þegar Probert ætlaði að kanna hvort að blæddi úr höfði Hangeland, sem er 199 cm á hæð, tók Norðmaðurinn sig til og lyfti dómaranum svo hann sæi betur til.

Atvikið má sjá með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×