Enski boltinn

Toure: Vil ljúka ferlinum hjá City

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Yaya Toure er ánægður hjá City.
Yaya Toure er ánægður hjá City.
Yaya Toure, miðjumaðurinn öflugi hjá Manchester City, vill ljúka ferlinum hjá City. Hann var lykilmaður í liðinu á síðustu leiktíð sem varð enskur meistari og er talinn vera einn af betri miðjumönnum deildarinnar.

„Ég vil vera hjá þessum klúbbi í langan tíma. Allan minn feril þá hef ég verið hjá liði í 2-3 ár og svo skipt um klúbb. Það er önnur tilfinning hér. Ég vil vera lengur hjá City. Stundum er maður ekki ánægður eða líður ekki vel í borginni og þarft breytingu að halda – en ekki hér. Ég vil ljúka ferlinum hér. Síðustu þrjú ár hafa verið frábær," segir Toure.

Landsliðsmaðurinn frá Fílabeinsströndinni leikur nú framar á vellinum en hann hefur gert áður og þakkar Roberto Mancini fyrir að bæta leik sinni.

„Það var Mancini sem ákvað að setja mig framar á völlinn. Ég nýt þess að spila fótbolta því leikur minn snýst um að sækja og það sem ég gerði hjá Barcelona var öðruvísi. Það er meiri kraftur í fótboltanum á Englandi, sprettir og tæklingar. Mér líður eins heima hjá mér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×