Enski boltinn

Terry settur á bekkinn gegn City

Jón Júlíus Karlsson skrifar
John Terry er á bekknum í dag.
John Terry er á bekknum í dag.
John Terry missir sæti sitt í liði Chelsea sem mætir Manchester City í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. David Luiz og Gary Cahill leika í hjarta varnarinnar hjá Chelsea í dag. Demba Ba er einnig í byrjunarliðinu á kostnað Fernando Torres.

Hjá City vekur helst athygli að Jack Rodwell er í byrjunarliðinu en hann hefur ekki fengið mörg tækifæri á þessari leiktíð. City leikur með fimm manna miðju og Sergio Aguero frammi.

Smelltu hér til að fylgjast með beinni lýsingu frá leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×