"Þetta var enginn grís í fyrra“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. ágúst 2013 19:27 „Þetta var engin grís í fyrsta skiptið," segir leikstjórinn Baltasar Kormákur en nýjasta kvikmynd hans er sú vinsælasta í Bandaríkjunum um þessar mundir. Hann tekur því nú rólega með fjölskyldunni fyrir norðan, en er þó með annað augað á nýjustu tölum frá Bandaríkjunum. Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, leikstjóra, er komin til sýninga í Bandaríkjunum. Hér er um að ræða gamansama spennumynd þar sem stórstjörnurnar Mark Wahlberg og Denzel Washington mætast í fyrsta sinn. Opnunarhelgin leggur línurnar fyrir velgengni kvikmynda og óhætt er að segja að Baltasar hafi staðist prófið. Myndin halaði inn um þremur komma sex milljörðum króna. Baltasar endurtekur því leikinn frá því í fyrra. „Þetta er auðvitað frábært," segir Baltasar. „Það er auðvitað mikil pressa á manni og þetta er líka erfiður tími. Sumarið er hlaðið af stórum myndum. 2 Guns er ekki stórmynd í samanburði við margt sem er að koma út. Hún kostaði 60 milljónir dollara. En engu að síður er mikil spenna og mikið undir, maður vill ekki bregðast þessum mönnum." Velgengni 2 Guns er merkileg fyrir margar sakir. Keppinautarnir tveir, The Wolverine og Strumparnir tvö, sækja báðir í stóran markhóp. Myndirnar eru báðar í þrívídd, ólíkt 2 Guns, og eru sýndar í margfalt fleiri kvikmyndahúsum en 2 Guns sem sýnd er í um þrjú þúsund sölum. „Núna er ég bara að slappa af fyrir norðan með fjölskyldunni. Ég er búinn að vera á miklu ferðalagi og er að undirbúa næstu mynd. Þannig að ég reyni að slappa af eins og ég get en auðvitað hef ég annað augað á því sem er að gerast í Bandaríkjunum." Áhugavert er að bera opnunarhelgi 2 Guns saman við frumsýningarhelgi íslenskra kvikmynda. Bjarnfreðarson trónir hér á toppnum, með tæpar nítján milljónir, þar á eftir kemur Mýrin - einnig í leikstjórn Baltasars - með tæpar sextán milljónir og í þriðja sæti er Svartur á leik, með um tólf milljónir. Í samanburði við 2 Guns verður vitanlega að hafa höfðatölu til hliðsjónar, en tölurnar eru áhugaverðar engu að síður. Miðað við áætlaðar tekjur 2 Guns yfir helgina þyrfti að frumsýna Bjarnfreðarson tæplega tvö hundruð sinnum til að nálgast tekjur 2 Guns. Tölur sem þessar gera þó fátt annað en að undirstrika þá staðreynd að Baltasar er nú endanlega búinn að sanna sig í Hollywood. „Ég held að það sé óhætt að segja það, maður er allavega vel kominn með annan fótinn þarna inn. Ég veit nú ekki til þess að annar skandinavískur leikstjóri hafi náð tveimur myndum í röð á toppinn í Bandaríkjunum. Þetta sýnir að þetta var ekki bara grís í fyrra skiptið." Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
„Þetta var engin grís í fyrsta skiptið," segir leikstjórinn Baltasar Kormákur en nýjasta kvikmynd hans er sú vinsælasta í Bandaríkjunum um þessar mundir. Hann tekur því nú rólega með fjölskyldunni fyrir norðan, en er þó með annað augað á nýjustu tölum frá Bandaríkjunum. Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, leikstjóra, er komin til sýninga í Bandaríkjunum. Hér er um að ræða gamansama spennumynd þar sem stórstjörnurnar Mark Wahlberg og Denzel Washington mætast í fyrsta sinn. Opnunarhelgin leggur línurnar fyrir velgengni kvikmynda og óhætt er að segja að Baltasar hafi staðist prófið. Myndin halaði inn um þremur komma sex milljörðum króna. Baltasar endurtekur því leikinn frá því í fyrra. „Þetta er auðvitað frábært," segir Baltasar. „Það er auðvitað mikil pressa á manni og þetta er líka erfiður tími. Sumarið er hlaðið af stórum myndum. 2 Guns er ekki stórmynd í samanburði við margt sem er að koma út. Hún kostaði 60 milljónir dollara. En engu að síður er mikil spenna og mikið undir, maður vill ekki bregðast þessum mönnum." Velgengni 2 Guns er merkileg fyrir margar sakir. Keppinautarnir tveir, The Wolverine og Strumparnir tvö, sækja báðir í stóran markhóp. Myndirnar eru báðar í þrívídd, ólíkt 2 Guns, og eru sýndar í margfalt fleiri kvikmyndahúsum en 2 Guns sem sýnd er í um þrjú þúsund sölum. „Núna er ég bara að slappa af fyrir norðan með fjölskyldunni. Ég er búinn að vera á miklu ferðalagi og er að undirbúa næstu mynd. Þannig að ég reyni að slappa af eins og ég get en auðvitað hef ég annað augað á því sem er að gerast í Bandaríkjunum." Áhugavert er að bera opnunarhelgi 2 Guns saman við frumsýningarhelgi íslenskra kvikmynda. Bjarnfreðarson trónir hér á toppnum, með tæpar nítján milljónir, þar á eftir kemur Mýrin - einnig í leikstjórn Baltasars - með tæpar sextán milljónir og í þriðja sæti er Svartur á leik, með um tólf milljónir. Í samanburði við 2 Guns verður vitanlega að hafa höfðatölu til hliðsjónar, en tölurnar eru áhugaverðar engu að síður. Miðað við áætlaðar tekjur 2 Guns yfir helgina þyrfti að frumsýna Bjarnfreðarson tæplega tvö hundruð sinnum til að nálgast tekjur 2 Guns. Tölur sem þessar gera þó fátt annað en að undirstrika þá staðreynd að Baltasar er nú endanlega búinn að sanna sig í Hollywood. „Ég held að það sé óhætt að segja það, maður er allavega vel kominn með annan fótinn þarna inn. Ég veit nú ekki til þess að annar skandinavískur leikstjóri hafi náð tveimur myndum í röð á toppinn í Bandaríkjunum. Þetta sýnir að þetta var ekki bara grís í fyrra skiptið."
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira