Innlent

Alcoa og Norðurál borga nánast engan tekjuskatt hér á landi

Alþjóðlegu fyrirtækin Alcoa og Norðurál borga litla sem enga tekjuskatta hér á landi þar sem þau skulda systurfélögum sínum erlendis hundruð milljarða króna.

Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld.

Ástæðan fyrir þessu er sú að eignarhaldið er mjög flókið. Rekstur Alcoa fer í gegnum systurfélag í Lúxemborg og Norðuráls í gegnum Delaware í Bandaríkjunum. Fyrirtækin hér á landi skulda þessum félögum hundruð milljarða króna, og borga hundruð milljóna í vaxtakostnað af þessum lánum. Í Kastljósi kom fram að sá kostnaður komi til frádráttar tekjum og þar af leiðandi þeim sköttum sem lagðir eru á fyrirtækin hér á landi.

Þá kom fram að Alcoa á Íslandi hafi ekki greitt krónu í tekjuskatt síðan árið 2003. Álver Norðuráls á Grundartanga hefur greitt tekjuskatt fyrir þrjú rekstrar ár, í þau sextán ár sem það hefur verið starfrækt.

Fyrirkomulagið er alþekkt víða um heim, en lög hér á landi gera þessa aðferð við að lækka skatta auðveldari.

Nánar má lesa um málið á vefsíðu RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×