Enski boltinn

Framtíðin óviss hjá Tevez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
„Ég veit í raun ekkert um mína framtíð og er að bíða eftir fréttum,“ segir sóknarmaðurinn Carlos Tevez, leikmaður Manchester City.

Manuel Pellegrini tók nýverið við stjórn City og mun fljótlega leggja línurnar fyrir komandi tímabil. Tevez á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við City og óvíst hvort samið verði við hann aftur.

„Ég er í fríi sem stendur og enginn hefur sagt mér neitt enn þá,“ sagði Tevez við fjölmiðla í heimalandinu. Hann hefur verið orðaður við frönsku liðin PSG og Monaco en bæði eiga moldríka eigendur.

Hann hefur áður talað um þá löngun sína að spila með Boca Juniors á ný en sagði að það myndi ekki gerast á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×