Fótbolti

Sex ára fangelsi fyrir að myrða aðstoðardómara

Frá útför aðstoðardómarans.
Frá útför aðstoðardómarans.
Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik í Hollandi í desember síðastliðnum. Þá var aðstoðardómari barinn til dauða í leik hjá unglingaliðum.

Dómstólar í Hollandi hafa nú dæmt sex leikmenn og faðir eins leikmanns í fangelsi fyrir þátt sinn í verknaðinum.

Faðirinn fékk þyngsta dóminn eða sex ára fangelsi. Hann er fimmtugur. Unglingarnir voru allir dæmdir til tveggja ára vistar í unglingafangelsi.

Einn 15 ára drengur var þess utan dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir sinn þátt í barsmíðunum.

Þetta óhugnalega mál hefur tröllriðið öllu í Hollandi til lengri tíma. Á dögunum var haldinn styrktarleikur fyrir fjölskyldu aðstoðardómarans, Richard Nieuwenhuizen, þar sem markvörðurinn Edwin van der Sar var á meðal þeirra sem tóku þátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×