Mikil gleði var í miðborginni í dag 17. júní. Nóg var um að vera og skemmtu ungir sem aldnir sér konunglega. Þó veðrið hafi ekki verið upp á marga fiska var góð stemming meðal borgarbúa, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Stefán Karlsson ljósmyndari tók í dag.

