Enski boltinn

Allen þarf að fara í aðgerð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Útlit er fyrir að Joe Allen spili mikið meira með Liverpool á yfirstandandi tímabili. Hann þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla í öxl en enn er óljóst hvenær hann leggst undir hnífinn.

Allen vill klára aðgerðina sem fyrst svo hann geti mætt heill heilsu til leiks á næsta keppnistímabili. Hann er 22 ára gamall og kom til Liverpool frá Swansea í sumar.

Forráðamenn Liverpool ákveða hvenær Allen muni fara í aðgerðina en sjálfur vonast til að það verið fyrr frekar en síðar.

„Það þarf að laga þetta. Ég fór í aðgerð fyrir nokkrum árum og því miður hafa meiðslin tekið sig upp. Ástandið hefur versnað og er nú aðgerð eini kosturinn í stöðunni."

„Ég get haldið áfram að spila en ég vil ekki missa af upphafi næsta tímabils," sagði Allen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×