Innlent

Ríkslögreglustjóri hvetur konur til að sækja um yfirmannastöður

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Ríkslögreglustjóri segir að það eigi að setja á laggirnar utanaðkomandi fagráð sem taki á málum sem tengjast kynferðislegri áreitni og einelti innan lögreglunnar.
Ríkslögreglustjóri segir að það eigi að setja á laggirnar utanaðkomandi fagráð sem taki á málum sem tengjast kynferðislegri áreitni og einelti innan lögreglunnar.
„Ég hef lagt ríka áherslu á framgang kvenna innan lögreglunnar á undanförnum árum og hvatt þær til að sækja um stöður, sérstakalega yfirmannastöður,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.

Hann segir að könnun sem embætti ríkislögreglustjóra og Háskóli Íslands stóðu fyrir um vinnumenningu innan lögreglunnar sýni að það séu ákveðnir þættir sem lögreglan verði að leggja meiri áherslu á svo sem að jafna hlut kvenna.

 „Það virðist hins vegar vera einhverskonar ranghugsun innan lögreglunnar sem við þurfum að „konfrontera“ svo starfsmenn innan lögreglunnar átti sig á því að það eru allir jafnir hvort sem það eru karlar eða konur. Þessa hugsun þurfum við að ræða innan okkar raða til að hafa áhrif á breytingar,“ segir Haraldur.

 Í könnuninni eru yfirmenn lögreglunnar gagnrýndir meðal annars fyrir  lélega stjórnunarhæfni, fyrir að beita kynferðislegri áreitni og vera þátttakendur í eineltismálum. Haraldur segir ekki hægt að skipta um yfirmenn því þeir séu flestir skipaðir sem embættismenn til lengri eða skemmri tíma.

Hann segir að það verði að vinna að framtíðarlausnum.  Eitt af því sem menn séu að velta fyrir sér sé að taka þjóðkirkjuna til fyrirmyndar og skipa fagráð  sem tæki á málum er varða kynferðislega áreitni og einelti. 

„Lögreglumenn verða að geta borið það traust til kerfisins að þeir geti komið með ábendingar er varaða kynferðislegt áreiti og einelti upp á yfirborðið,“ segir Haraldur. 


Tengdar fréttir

Einelti innan lögreglunnar

Einelti er útbreitt vandamál innan lögreglunnar. Einn af hverjum fimm lögreglumönnum segist hafa orðið fyrir einelti í lögreglunni, og flestir segja af hendi yfirmanns

Konum vantreyst innan lögreglunnar

Konur í lögreglunni eru meðvitaðar um að staða karla í lögreglunni sé betri en kvenna. Meirihluti kvenna gerir sér grein fyrir því að karlar og konur hafi ekki jafna möguleika innan lögreglunnar og tvær af hverjum þremur finnst stundum, oft eða alltaf komið öðruvísi fram við þær en karla.

Kynferðisleg áreitni innan lögreglunnar útbreytt vandamál

Þriðjungur kvenna í lögreglunni hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni oftar en tvisvar sinnum á sex mánaða tímabili á móti tæplega 18% karla. Konur verða frekar og oftar fyrir kynferðislegri áreitni en karlar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×