Enski boltinn

Sunderland og Norwich skildu jöfn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Sunderland og Norwich gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram á Leikvangi ljóssins í Sunderland.

Gestirnir byrjuðu leikinn betur en þeir skoruðu fyrsta mark leiksins eftir rúmlega 25. mínútna leik þegar Wes Hoolahan skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Kei Kamara.

Norwich varð fyrir því óláni að missa mann af velli þegar Mark Bunn, markvörður liðsins, handlék boltann utan vítateigs og fékk beint rautt spjald. Liðið þurfti því að spila manni færri í eina klukkustund.

Fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks náðu heimamenn að jafna metin þegar Craig Gardner skoraði úr vítaspyrnu.

Staðan var því 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mun rólegri en leikmenn Sunderland voru líklegri til að skora þriðja mark leiksins.

Það er skemmst frá því að segja að fleiri mörk litu ekki dagsins ljós og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.

Norwich er í 12. sæti deildarinnar með 34 stig en Sunderland í því  15. með 31 stig.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×