Enski boltinn

Sigurmark undir lokin hjá Wigan gegn Newcastle

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Wigan vann magnaðan sigur á  Newcastle, 2-1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram á heimavelli Wigan.

Fyrsta mark leiksins kom á 18. mínútu þegar Jean Beauséjour skoraði frábært mark.

Massadio Haïdara, leikmaður Newcastle, var borinn útaf meiddur eftir skelfilega tæklingu frá Callum McManaman, leikmanni Wigan, og útlitið slæmt fyrir Haïdara sem verður líklega frá í töluverðan tíma.

Newcastle náði að jafna metin rúmlega korteri fyrir leikslok þegar Davide Santon skoraði laglegt mark rétt fyrir utan vítateig Wigan. Það leit allt út fyrir að liðin myndu gera jafntefli en þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma náði Arouna Koné, leikmaður Wigan, að skora sigurmark leiksins eftir gríðarlegan darraðardans innan vítateigs Newcastle.

Koné náði eftir mikinn atgang að koma boltanum yfir marklínuna. Ótrúlegur sigur heimamanna.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×