Enski boltinn

Terry: Allt liðið styður Torres

Stefán Árni Pálsson skrifar
John Terry
John Terry Mynd / Getty Images
John Terry, fyrirliði Chelsea, styður við bakið á liðsfélaga sínum Fernando Torres og telur að leikmaðurinn eigi eftir að blómstra næstu tvo mánuði.

Torres gerði sitt annað mark í tuttugu leikjum í Evrópdeildinni í síðustu viku og hefur framherjinn alls ekki náð sér á strik á tímabilinu.

„Það þarf oft bara eitt mark til að koma mönnum í gang," sagði Terry.

„Hann leggur alltaf mikla vinnu á sig í leikjum og fólk tekur ekki oft eftir öllu því vinnuframlagi."

„Þetta er gríðarlega erfitt andlega og hann verður að standast það álag. Hann hefur alltaf stuðning okkar leikmannanna og einnig stuðningsmanna Chelsea."

„Ég hef trú á að hann fari að skora og mun þá eins og alltaf fá mikla aðstoð frá okkar leikmönnum. Við höfum mikil gæði í okkar liði sem nýtast framherja vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×