Enski boltinn

Chelsea ekki í vandræðum með West Ham

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Chelsea vann fínan sigur, 2-0, á West Ham á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Frank Lampard kom Chelsea yfir eftir tæplega tuttugu mínútna leik þegar hann skallaði boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Eden Hazard. 200. mark Lampard fyrir Chelsea, magnað afrek hjá þessum snjalla miðjumanni. 

Staðan var 1-0 í hálfleik og Chelsea með nokkuð góð tök á leiknum.

Í upphafi síðari hálfleiksins var Eden Hazard aftur á ferðinni þegar hann skoraði sjálfur frábært mark eftir að hafa prjónað sig í gegnum vörn West Ham.

Leiknum lauk með öruggum sigri Chelsea 2-0 og var hann aldrei í hættu.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×