Enski boltinn

Nasri gæti verið á leiðinni til PSG

Stefán Árni Pálsson skrifar
Samir Nasri
Samir Nasri Mynd. / Getty Images
Samir Nasri, leikmaður Manchester City, gæti verið á leiðinni til Paris Saint-Germain eftir tímabilið en franska liðið hefur mikinn áhuga á þessum snjalla miðjumanni.

Miðjumaðurinn hefur ekki náð sér á strik hjá Englandsmeisturunum á tímabilinu og Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Man. City, er líklegur til að láta leikmanninn fara eftir tímabilið.

Manchester City keypti leikmanninn frá Arsenal árið 2011 fyrir 24 milljónir punda og hefur hann ekki staðið undir væntingum hjá félaginu.

Nasri er uppalinn hjá franska félaginu Marseille en nú hafa forráðamenn PSG sýnt áhuga á leikmanninum og ætla sér líklega að bjóða í Nasri í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×