Enski boltinn

Scholes settur í nýja meðferð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Scholes.
Paul Scholes. Mynd/Nordic Photos/Getty
Paul Scholes hefur spilað lítið með Manchester United það sem af er árinu 2013 en kappinn er að glíma við meiðsli. Sir Alex Ferguson var spurður út í stöðuna á Scholes á blaðamannafundi í morgun.

„Við reyndum öðruvísi meðferð í þessari viku. Hann verður líklega ekki leikfær fyrr en eftir nokkrar vikur," sagði Sir Alex Ferguson.

Paul Scholes hefur aðeins tekið þátt í þremur bikarleikjum frá og með áramótum (samtals 111 mínútur) og kom síðast við sögu í bikarsigri á Fulham 26. janúar síðastliðinn.

Paul Scholes er á 39. ári. Hann var búinn að leggja skóna á hilluna en byrjaði aftur að spila með Manchester United fyrir rúmu ári síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×