Konur gerendur heimilisofbeldis til jafns við karla Jóhannes Stefánsson skrifar 31. maí 2013 19:46 Erlend samanburðarrannsókn bendir á að konur séu jafn líklegar og karlar til að beita ofbeldi inni á heimilum. Mynd/ GETTY Konur eru ekki síður gerendur heimilisofbeldis en karlar, ef marka má nýja samanburðarrannsókn sem birtist í fagtímaritinu Partner Abuse. Þetta þykir rannsakendunum stangast á við staðlaðar hugmyndir um gerendur heimilisofbeldis. Um er að ræða eina ítarlegustu samanburðarrannsókn sem gerð hefur verið á heimilisofbeldi, en rannsóknin leiðir í ljós að konur beita líkamlegu of andlegu ofbeldi til jafns við karlmenn. Þá sýnir rannsóknin að konur eru ekki síður stjórnlyndar en menn í heimilisaðstæðum. Samanburðarrannsóknin var framkvæmd af 42 fræðimönnum við 20 háskóla og tók til 1.700 rannsókna á 17 fræðisviðum. Rannsóknin tók tæp þrjú ár í framkvæmd. John Hamel, ritstjóri fagtímaritsins Partner Abuse, stýrði rannsókninni. „Rannsóknir í málaflokknum hafa orðið óþarflega pólitískar og brotakenndar seinustu ár," sagði Hamel. „Tilgangur rannsóknarinnar var að leiða saman á staðreyndabyggðan, gagnsæjan og kerfisbundinn hátt upplýsingar og þekkingu um ofbeldi í samböndum, en upplýsingarnar þurftu líka að vera áreiðanlegar, nýlegar og aðgengilegar öllum. PASK [The Partner Abuse State of Knowledge project, innsk. blm.] er byggt á þeirri grunnhugsun að allir eigi rétt á sinni skoðun, en ekki sínum eigin staðreyndum. Þessar staðreyndir eiga að vera aðgengilegar öllum og pólitíska stefnu í málaflokknum þarf að byggja á þessum staðreyndum en ekki á hugmyndafræði eða sérhagsmunum." Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að konur og karlar beita ofbeldi til jafns við hvort annað hvort sem það er líkamlegt, eða andlegt, utan þess að karlar eru líklegri til að beita kynferðislegum þvingunum en konur. Þá kom í ljóst að heimilisofbeldi er að jafnaði á báða bóga og konur jafn líklegar og karlar til að vera stjórnlyndar. Til viðbótar leiddi rannsóknin í ljós að heimilisofbeldi í garð beggja kynja tengdist sömu áhættuþáttum og að sömu hvatar voru að baki ofbeldinu sama hvors kyns gerandinn var. „Þó að rannsóknir staðfesti að heimilisofbeldi hefur meiri áhrif á konur þá sýna þessar niðurstöður að stefnubreytingar er þörf, til dæmis þarf að beina athyglinni nánar að ofbeldi af hálfu kvenna, ofbeldi á báða bóga og þörfum karlkyns fórnarlamba." Þá bendir Hamel á að karlar eru mun oftar handteknir en konur í tengslum við heimilisofbeldi, stundum af tilviljanakenndum ástæðum ef ekki er vitað hver gerandinn er, eins og einfaldlega vegna þess að karlar eru jafnan stærri og sterkari en konur. „Verklag af þessu tagi er ekki bara árangurslítið, heldur brýtur það líka á mannréttindum fólks.“ Nánar má lesa um málið í fréttatilkynningu frá útgefanda Partner Abuse. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Konur eru ekki síður gerendur heimilisofbeldis en karlar, ef marka má nýja samanburðarrannsókn sem birtist í fagtímaritinu Partner Abuse. Þetta þykir rannsakendunum stangast á við staðlaðar hugmyndir um gerendur heimilisofbeldis. Um er að ræða eina ítarlegustu samanburðarrannsókn sem gerð hefur verið á heimilisofbeldi, en rannsóknin leiðir í ljós að konur beita líkamlegu of andlegu ofbeldi til jafns við karlmenn. Þá sýnir rannsóknin að konur eru ekki síður stjórnlyndar en menn í heimilisaðstæðum. Samanburðarrannsóknin var framkvæmd af 42 fræðimönnum við 20 háskóla og tók til 1.700 rannsókna á 17 fræðisviðum. Rannsóknin tók tæp þrjú ár í framkvæmd. John Hamel, ritstjóri fagtímaritsins Partner Abuse, stýrði rannsókninni. „Rannsóknir í málaflokknum hafa orðið óþarflega pólitískar og brotakenndar seinustu ár," sagði Hamel. „Tilgangur rannsóknarinnar var að leiða saman á staðreyndabyggðan, gagnsæjan og kerfisbundinn hátt upplýsingar og þekkingu um ofbeldi í samböndum, en upplýsingarnar þurftu líka að vera áreiðanlegar, nýlegar og aðgengilegar öllum. PASK [The Partner Abuse State of Knowledge project, innsk. blm.] er byggt á þeirri grunnhugsun að allir eigi rétt á sinni skoðun, en ekki sínum eigin staðreyndum. Þessar staðreyndir eiga að vera aðgengilegar öllum og pólitíska stefnu í málaflokknum þarf að byggja á þessum staðreyndum en ekki á hugmyndafræði eða sérhagsmunum." Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að konur og karlar beita ofbeldi til jafns við hvort annað hvort sem það er líkamlegt, eða andlegt, utan þess að karlar eru líklegri til að beita kynferðislegum þvingunum en konur. Þá kom í ljóst að heimilisofbeldi er að jafnaði á báða bóga og konur jafn líklegar og karlar til að vera stjórnlyndar. Til viðbótar leiddi rannsóknin í ljós að heimilisofbeldi í garð beggja kynja tengdist sömu áhættuþáttum og að sömu hvatar voru að baki ofbeldinu sama hvors kyns gerandinn var. „Þó að rannsóknir staðfesti að heimilisofbeldi hefur meiri áhrif á konur þá sýna þessar niðurstöður að stefnubreytingar er þörf, til dæmis þarf að beina athyglinni nánar að ofbeldi af hálfu kvenna, ofbeldi á báða bóga og þörfum karlkyns fórnarlamba." Þá bendir Hamel á að karlar eru mun oftar handteknir en konur í tengslum við heimilisofbeldi, stundum af tilviljanakenndum ástæðum ef ekki er vitað hver gerandinn er, eins og einfaldlega vegna þess að karlar eru jafnan stærri og sterkari en konur. „Verklag af þessu tagi er ekki bara árangurslítið, heldur brýtur það líka á mannréttindum fólks.“ Nánar má lesa um málið í fréttatilkynningu frá útgefanda Partner Abuse.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira