Konur gerendur heimilisofbeldis til jafns við karla Jóhannes Stefánsson skrifar 31. maí 2013 19:46 Erlend samanburðarrannsókn bendir á að konur séu jafn líklegar og karlar til að beita ofbeldi inni á heimilum. Mynd/ GETTY Konur eru ekki síður gerendur heimilisofbeldis en karlar, ef marka má nýja samanburðarrannsókn sem birtist í fagtímaritinu Partner Abuse. Þetta þykir rannsakendunum stangast á við staðlaðar hugmyndir um gerendur heimilisofbeldis. Um er að ræða eina ítarlegustu samanburðarrannsókn sem gerð hefur verið á heimilisofbeldi, en rannsóknin leiðir í ljós að konur beita líkamlegu of andlegu ofbeldi til jafns við karlmenn. Þá sýnir rannsóknin að konur eru ekki síður stjórnlyndar en menn í heimilisaðstæðum. Samanburðarrannsóknin var framkvæmd af 42 fræðimönnum við 20 háskóla og tók til 1.700 rannsókna á 17 fræðisviðum. Rannsóknin tók tæp þrjú ár í framkvæmd. John Hamel, ritstjóri fagtímaritsins Partner Abuse, stýrði rannsókninni. „Rannsóknir í málaflokknum hafa orðið óþarflega pólitískar og brotakenndar seinustu ár," sagði Hamel. „Tilgangur rannsóknarinnar var að leiða saman á staðreyndabyggðan, gagnsæjan og kerfisbundinn hátt upplýsingar og þekkingu um ofbeldi í samböndum, en upplýsingarnar þurftu líka að vera áreiðanlegar, nýlegar og aðgengilegar öllum. PASK [The Partner Abuse State of Knowledge project, innsk. blm.] er byggt á þeirri grunnhugsun að allir eigi rétt á sinni skoðun, en ekki sínum eigin staðreyndum. Þessar staðreyndir eiga að vera aðgengilegar öllum og pólitíska stefnu í málaflokknum þarf að byggja á þessum staðreyndum en ekki á hugmyndafræði eða sérhagsmunum." Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að konur og karlar beita ofbeldi til jafns við hvort annað hvort sem það er líkamlegt, eða andlegt, utan þess að karlar eru líklegri til að beita kynferðislegum þvingunum en konur. Þá kom í ljóst að heimilisofbeldi er að jafnaði á báða bóga og konur jafn líklegar og karlar til að vera stjórnlyndar. Til viðbótar leiddi rannsóknin í ljós að heimilisofbeldi í garð beggja kynja tengdist sömu áhættuþáttum og að sömu hvatar voru að baki ofbeldinu sama hvors kyns gerandinn var. „Þó að rannsóknir staðfesti að heimilisofbeldi hefur meiri áhrif á konur þá sýna þessar niðurstöður að stefnubreytingar er þörf, til dæmis þarf að beina athyglinni nánar að ofbeldi af hálfu kvenna, ofbeldi á báða bóga og þörfum karlkyns fórnarlamba." Þá bendir Hamel á að karlar eru mun oftar handteknir en konur í tengslum við heimilisofbeldi, stundum af tilviljanakenndum ástæðum ef ekki er vitað hver gerandinn er, eins og einfaldlega vegna þess að karlar eru jafnan stærri og sterkari en konur. „Verklag af þessu tagi er ekki bara árangurslítið, heldur brýtur það líka á mannréttindum fólks.“ Nánar má lesa um málið í fréttatilkynningu frá útgefanda Partner Abuse. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Konur eru ekki síður gerendur heimilisofbeldis en karlar, ef marka má nýja samanburðarrannsókn sem birtist í fagtímaritinu Partner Abuse. Þetta þykir rannsakendunum stangast á við staðlaðar hugmyndir um gerendur heimilisofbeldis. Um er að ræða eina ítarlegustu samanburðarrannsókn sem gerð hefur verið á heimilisofbeldi, en rannsóknin leiðir í ljós að konur beita líkamlegu of andlegu ofbeldi til jafns við karlmenn. Þá sýnir rannsóknin að konur eru ekki síður stjórnlyndar en menn í heimilisaðstæðum. Samanburðarrannsóknin var framkvæmd af 42 fræðimönnum við 20 háskóla og tók til 1.700 rannsókna á 17 fræðisviðum. Rannsóknin tók tæp þrjú ár í framkvæmd. John Hamel, ritstjóri fagtímaritsins Partner Abuse, stýrði rannsókninni. „Rannsóknir í málaflokknum hafa orðið óþarflega pólitískar og brotakenndar seinustu ár," sagði Hamel. „Tilgangur rannsóknarinnar var að leiða saman á staðreyndabyggðan, gagnsæjan og kerfisbundinn hátt upplýsingar og þekkingu um ofbeldi í samböndum, en upplýsingarnar þurftu líka að vera áreiðanlegar, nýlegar og aðgengilegar öllum. PASK [The Partner Abuse State of Knowledge project, innsk. blm.] er byggt á þeirri grunnhugsun að allir eigi rétt á sinni skoðun, en ekki sínum eigin staðreyndum. Þessar staðreyndir eiga að vera aðgengilegar öllum og pólitíska stefnu í málaflokknum þarf að byggja á þessum staðreyndum en ekki á hugmyndafræði eða sérhagsmunum." Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að konur og karlar beita ofbeldi til jafns við hvort annað hvort sem það er líkamlegt, eða andlegt, utan þess að karlar eru líklegri til að beita kynferðislegum þvingunum en konur. Þá kom í ljóst að heimilisofbeldi er að jafnaði á báða bóga og konur jafn líklegar og karlar til að vera stjórnlyndar. Til viðbótar leiddi rannsóknin í ljós að heimilisofbeldi í garð beggja kynja tengdist sömu áhættuþáttum og að sömu hvatar voru að baki ofbeldinu sama hvors kyns gerandinn var. „Þó að rannsóknir staðfesti að heimilisofbeldi hefur meiri áhrif á konur þá sýna þessar niðurstöður að stefnubreytingar er þörf, til dæmis þarf að beina athyglinni nánar að ofbeldi af hálfu kvenna, ofbeldi á báða bóga og þörfum karlkyns fórnarlamba." Þá bendir Hamel á að karlar eru mun oftar handteknir en konur í tengslum við heimilisofbeldi, stundum af tilviljanakenndum ástæðum ef ekki er vitað hver gerandinn er, eins og einfaldlega vegna þess að karlar eru jafnan stærri og sterkari en konur. „Verklag af þessu tagi er ekki bara árangurslítið, heldur brýtur það líka á mannréttindum fólks.“ Nánar má lesa um málið í fréttatilkynningu frá útgefanda Partner Abuse.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira