Lífið

Beyonce strax búin að breyta um greiðslu

Söngkonan Beyonce kom öllum í opna skjöldu fyrir viku þegar hún sýndi nýja hárgreiðslu – töffaralegan drengjakoll. Hún hefur greinilega fengið leið á kollinum því nú er hún komin með svokallaðan “bob”.

Beyonce sýndi nýju greiðsluna þegar hún spókaði sig með eiginmanni sínum Jay Z og dóttur þeirra Blue Ivy í Miami á fimmtudaginn.

Nýtt lúkk.
Rita Hazan sér um að lita hár Beyonce en hún fékk ekkert að vita um áform söngkonunnar að klippa hár sitt stutt. Að sögn hennar endurspeglar hárið sjálfstraust Beyonce.

Með Blue litlu Ivy.
“Breytingin kom mér í opna skjöldu. En ég held að henni hafi liðið eins og sterkri konu í langan tíma. Hún vildi ekki fela sig á bak við hárið.”

Heimsfrægur drengjakollur.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.