Lífið

Selur klósettpappír fyrir svuntuaðgerð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir Mynd / facebook.com
Kolbrún Jónsdóttir hefur staðið í ströngu undanfarið og breytt alfarið um lífstíl. Hún hefur grennst um sextíu kíló og í leiðinni afrekað að vera svo gott sem hætt að reykja.

Markmið er að komast í lýtaaðgerð til þess að láta fjarlægja auka húð sem fylgir oft því að grennast  mikið á stuttum tíma. Kolbrún er því á leiðinni í svuntuaðgerð en vantar til þess fjármagn.

Kolbrún hefur því ákveðið að standa fyrir sinni eigin fjáröflun og mun hún fara margvíslegar leiðir til þess að safna pening.

Eins og fram kemur á fésbókarsíðu Kolbrúnar ætlar hún að selja klósettpappír, eldhúsrúllur, lakkrís og flatkökur og biðlar hún til vina og vandamanna að hjálpa henni að láta drauminn rætast.

Kolbrún þarf að safna 550.000 krónum til að eiga fyrir svuntuaðgerðinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.