Enski boltinn

Bale: Þetta snýst ekki um mig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale.
Gareth Bale. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gareth Bale er gjörsamlega óstöðvandi þessa dagana og hann var kátur eftir að hafa tryggt Tottenham 3-2 sigur á West Ham á Upton Park í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bale hefur skoraði sex mörk í síðustu fjórum deildarleikjum sínum.

„Við vissum að þetta var frábært tækifæri fyrir okkur til að komast upp í 3. sætið. Við fengum fullt af færum eftir hornspyrnur, Ade klikkaði á dauðafæri og Gylfi átti skot í stöngina," sagði Gareth Bale við BBC eftir leikinn.

„Við vitum alveg hvað við getum og við höfum skorað fullt af sigurmörkunum á lokamínútunum undanfarin mánuð svo við trúðum alltaf að markið myndi koma," sagði Bale sem skoraði frábært sigurmark eftir að Gylfi Þór Sigurðsson hafði jafnað í 2-2.

„Þetta snýst ekki um mig því liðið er aðalmálið og við vorum að spila virkilega vel. Við ætluðum okkur að ná í þessi þrjú stig til að halda Meistaradeildardraumum okkar á lífi," sagði Bale.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×