Enski boltinn

Rio segir ekkert óeðlilegt við Katar-ferð sína

Rio Ferdinand, varnarmaður Man. Utd, er mikið á milli tannanna á fólki þessa dagana. Nú þarf hann að verja þá ákvörðun sína að fljúga til Katar þegar enska landsliðið mætir San Marinó.

Ferdinand dró sig út úr landsliðinu fyrir leikinn þar sem hann var búinn að skipuleggja meðferð dagana sem landsliðið átti að æfa. Hann hefur þurft að vera í stífum meðferðum milli leikja í vetur.

Engu að síður ætlar hann að fljúga alla leið til Katar á leikdegi til þess að vinna fyrir Al Jazeera-sjónvarpsstöðina en Rio verður sérfræðingur stöðvarinnar á leik Englands og San Marinó.

Margir hafa gagnrýnt Ferdinand fyrir þetta ferðalag sitt en hann kippir sér lítið upp við það.

"Þeir sem hata munu hata áfram. Ég verð í meðferð þar ásamt því að vinna aðeins. Ég hefði aldrei getað spilað þennan leik," sagði Rio á Twitter.

Ferdinand lék síðast með landsliðinu í júní árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×