Baráttan um sæti í Pepsi-deild karla hefst í dag þegar 1. umferðin í 1. deild karla fer fram. Stórleikur verður í Grindavík þar sem Víkingur kemur í heimsókn.
Grindavík og Selfoss féllu úr efstu deild síðastliðið haust og eiga erfiða andstæðinga í 1. umferð. Ólafur Þórðarson mætir með strákana sína úr Fossvoginum en bæði lið ætla sér sæti í efstu deild á næstu leiktíð.
KA með Bjarna Jóhannsson í brúnni sækir Selfoss heim. Miklar breytingar hafa orðið á liði KA síðan Bjarni tók við liðinu í vetur. Norðanmenn ætla sér stóra hluti en Gunnar Guðmundsson hefur þurft að byggja upp nýtt lið á Selfossi eftir brotthvarf lykilmanna.
Nýliðar KF úr Fjallabyggð sækja Fjölni heim í Árbæinn og Húsvíkingar, hinir nýliðarnir, taka á móti BÍ/Bolungvarík á gervigrasinu á Húsavík.
Leikir dagsins
Leiknir - Tindastóll
Þróttur - Haukar
Grindavík - Víkingur
Völsungur - BÍ/Bolungarvík
Selfoss - KA
Fjölnir - KF
Allir leikir dagsins hefjast klukkan 14.
Flautað til leiks í 1. deild karla
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
