Innlent

Skammist ykkar, Íslendingar!

Enn er Kristján Loftsson og hvalveiðar Íslendinga í skotlínu breskra fjölmiðla.
Enn er Kristján Loftsson og hvalveiðar Íslendinga í skotlínu breskra fjölmiðla.

Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf er harðlega gagnrýndur í breska netmiðlinum Morning Star í dag fyrir að ætla að slátra hátt í tvö hundruð langreyðum í sumar, eins og það er orðað.

Pistlahöfundur dregur ekkert af sér í grein sem er undir fyrirsögninni: Skammist ykkar, Íslendingar (e. Shame on you, Iceland). Þar er því lýst hvernig hinar mögnuðu skepnur langreyðar haldi á Íslandsmið á sumrin en í þetta skipti bíði floti hins blóðuga slátrara og margmilljónamærings Kristjáns Loftsonar eftir hvölunum til að slátra þeim. Kristján gefi lítið fyrir almenningsálit umheimsins í leit sinni eftir illafengnum gróða og honum sé sama þótt þessi mögnuðu spendýr hafsins þjáist mikið þegar þau eru skotinn með sprengjuskutli. Þá hlusti hann heldur ekki á mótmæli samtaka íslenskra ferðamála. Kjötið endar svo á dýrum matsölustöðum í Japan, en Japanir, eins og Íslendingar, virði alþjóðlegt hvalveiðibann að vettugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×