Innlent

Próflaus í annarlegu ástandi

Ökumaðurinn hafði aldrei öðlast ökuréttindi og bifreiðin var á röngum skráningarmerkjum.
Ökumaðurinn hafði aldrei öðlast ökuréttindi og bifreiðin var á röngum skráningarmerkjum.

Og upp úr klukkan fjögur voru þrír mennn á þrítugsaldri handteknir í bifreið í Breiðholtshverfi. Þeir voru allir í annarlegu ástandi og eins var þýfi í bílnum. Ökumaðurinn hafði aldrei öðlast ökuréttindi og bifreiðin var á röngum skráningarmerkjum. Mennirnir gista fangageymslu. Kannað verður í dag hvaða þjófnaðarmálum þýfið, sem þeir höfðu í fórum sínum, tilheyrir.

Brotist var inn í bifreið í Breiðholti og úr henni stolið farangri frá fjórum piltum sem voru nýkomnir úr ferðalagi. Tilkynnt var um innbrotið um klukkan hálf eitt. Þjófarnir brutu hliðarrúðu og tóku fjórar töskur úr bifreiðinni.

Um tvö leytið var bifreið stöðvuð á Sæbraut. Ökumaður undir áhrifum fíkniefna og í bifreiðinni voru fíkniefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×