Innlent

Frétti af sumarþingi í gegnum matseðil mötuneytisins

Guðmundur Steingrímsson.
Guðmundur Steingrímsson.

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar Framtíðar gagnrýnir samráðsleysi nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, en formenn flokka í minnihluta hafa reynt að fá fund með formönnum meirihlutans, án árangurs, meðal annars til þess að fá að vita hvenær það stendur til að hefja sumarþing.

Það kom því Guðmundi nokkuð á óvart þegar hann fékk sendan matseðil mötuneytis Alþingis á dögunum, þar kom fram að þing hefjist á fimmtudaginn næsta, og þann daginn verður brauð, álegg, ávextir og súpa í matinn.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar segir á Facebook-síðu sinni að formenn flokka í minnihluta hafi í tvær vikur reynt að fá fund með forkólfum nýrrar ríkisstjórnar. Þeim hafi engin svör borist.

„Það er óneitalega sérstakt að fá að vita af sumarþingi í gegnum matseðilinn,“ segir Guðmundur Steinrímsson, og bætir við að það sé ótrúlegt að formenn flokkanna hafi ekki fundað fyrr, enn síst í ljósi loforða nýrrar ríkisstjórnar um aukið samráð.

„Maður vonar bara að fall sé fararheill,“ segir Guðmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×