Innlent

Réttarhöld Bradley Manning hefjast í dag

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Réttarhöldum Mannings hefur verið mótmælt harðlega víðsvegar um heiminn.
Réttarhöldum Mannings hefur verið mótmælt harðlega víðsvegar um heiminn. MYND/AFP

Réttarhöld yfir hinum bandaríska Bradley Manning hefjast í dag. Manning var handtekinn fyrir þremur árum í Írak, þar sem hann var sakaður um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum Bandaríkjahers og utanríkiksþjónustu Bandaríkjanna til WikiLeaks.

 

Bandaríkjaher lítur á málið grafalvarlegum augum og segja gagnalekann vera einn stærsta leka öryggismála frá uppafi.

 

Mótmæli hafa átt sér stað víða um heim til stuðnings Manning. Yfir tvö þúsund manns efndu til mótmælafunda fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöldin fara fram í gær. Þar sagði fólk Mannig hafa unnið þarft verk í þágu lýðræðislegrar umræðu í heiminum.

 

Mannig er meðal annars sakaður um landráð, en ef hann verður fundinn sekur um þau gæti það kostað hann lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn. Mannig hefur viðurkennt að hafa lekið skjölunum, en sagt tilganginn hafa verið að upplýsa almenning og skapa opinbera umræðu um utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Ef fallist verður á þetta gæti hann fengið 20 ára dóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×