Innlent

Þurfti að flýja heimili sitt vegna flóða

Gunnar Anton.
Gunnar Anton. Mynd/ AFP

„Þar sem ég er núna er óttalega rólegt,“ segir kvikmyndaneminn Gunnar Anton Guðmundsson, en hann þurfti að flýja heimili sitt vegna mikilla flóða í Prag. Að minnsta kosti fimm eru látnir að sögn Gunnars Antons og fimm er saknað.

Hann segist hafa yfirgefið svæðið mjög fljótlega eftir að það fór að rigna um helgina. Mikill viðbúnaður er í Þýskalandi, Austurríki og svo Prag í Tékklandi, en hæsta viðbúnarstig ríkir í borginni vegna flóðanna. Þá hafa 7000 þúsund manns. Í Prag hafa 3000 manns flúið heimili sín.

Gunnar Anton leigir íbúð á sama svæði og varð verst út úr flóðunum í Tékklandi árið 2002.

„Við vorum því fljótlega beðin um að yfirgefa svæðið,“ segir Gunnar en hann fékk að geyma eigur sínar á þriðju hæð í sama húsi, en ólíklegt þykir að flóðin nái svo hátt.

Spurður hvort Tékkar óttist að flóðin nú verði jafn miklar hamfarir og árið 2002, svarar Gunnar játandi og segir ýmislegt benda til þess.

„Til að mynda eru fimm látnir og fimm er saknað, árið 2002 létust sautján í flóðunum,“ segir hann.

Hann segir fólk rólegt í borginni og mannlífið úti á götum sé með minnsta móti. Nú sé bara að þreyja þorrann og vona það besta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×