Innlent

Eldsýningu frestað vegna vonskuveðurs í Vatnsmýrinni

Frá sýningu sænsku eldhuganna á dögunum.
Frá sýningu sænsku eldhuganna á dögunum.
Aflýsa þarf sýningu sænsku eldhuganna í Burnt Out Punks sem átti að vera í sirkusþorpinu í Vatnsmýri í kvöld klukkan 23:30.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Volcano sirkuslistahátíðinni.

Burnt Out Punks hélt sýningu sína, Stokkhólmsheilkennið í gærkvöldi og vakti hún mikla lukku. Stokkhólmsheilkennið er eldfim bensíndrifin, anarkista pönk-sirkussýning, stendur í lýsingu frá sirkuslistahátíðinni. Hún stendur yfir í 70 mínútur og er aðgangur ókeypis.

Sænsku eldhugarnir hafa ákveðið að halda aðra sýningu í staðinn fyrir þá sem féll niður í kvöld annað kvöld klukkan 23.30. Spáin er ágæt þannig að allar líkur eru á að veðurguðirnir fari mildari höndum um þá á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×