Innlent

Tími í sjúkraflugi hefur lengst

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Á ReykjavíkurFlugvelliMegnið af sjúkraflugi frá Vestfjörðum tekur yfir tvo tíma.
Á ReykjavíkurFlugvelliMegnið af sjúkraflugi frá Vestfjörðum tekur yfir tvo tíma. Fréttablaðið/Pjetur
Aðbúnaður sjúklinga og aðstaða heilbrigðisstarfsfólks skiptir ekki síður máli en tíminn sem fer í sjúkraflug. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um sjúkraflug sem Ríkisendurskoðun hefur lagt fyrir Alþingi.

Í skýrlunni er farið yfir þróun mála í sjúkraflugi síðustu ár. Þá kemur fram að heildartími sjúkraflugs hafi heldur lengst á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum eftir 2009 við það að sjúkraflugvél komi frá Akureyri í stað þess að vera til reiðu á staðnum.

„Mikilvægt er að hafa í huga að þó mínútur geti skipt sköpum í sjúkraflutningum hefur aðbúnaður sjúklinga og aðstaða lækna, sjúkraflutningamanna og aðstandenda veruleg áhrif,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Vitnað hefur verið til mikilvægis sjúkraflugs í umræðum um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Nú hafa rúmlega 64 þúsund skrifað undir lista til stuðning veru vallarins í Reykjavík.

Þá sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við RÚV í gær að kominn sé tími á sátt um flugvöllinn, sátt um að hann yrði áfram í Vatnsmýri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×