Nauðsynlegar upplýsingar eða brot á friðhelgi fólks Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 4. september 2013 09:00 Stjórnvöld telja nauðsynlegt að safna fjárhagsupplýsingum um almenning. Sumir þingmenn telja hins vegar að það brjóti um of gegn friðhelgi einkalífsins. Forsætisráðherra lagði frumvarpið um Hagstofu Íslands fram á sumarþingi í tengslum við tillögur vegna skuldavanda heimilanna en afgreiðslu þess var frestað þangað til á septemberþinginu og hefur allsherjar- og menntamálanefnd fengið það í breyttri mynd til umfjöllunar. Samkvæmt frumvarpinu verður Hagstofu Íslands veitt tímabundin heimild til að vinna tölfræðiskýrslur og rannsóknir sem eiga að gera kleift að greina skulda-, greiðslu- og eiginfjárstöðu tiltekinna hópa einstaklinga og fyrirtækja og meta áhrif aðgerða stjórnvalda. Í því skyni verður Hagstofunni heimilt að kalla eftir upplýsingum um stöðu lána einstaklinga og lögaðila frá Íbúðalánasjóði, lífeyrissjóðum, Lánasjóði íslenskra námsmanna og öðrum fyrirtækjum og opinberum aðilum sem stunda lánastarfsemi í atvinnuskyni. Ekki má afla gagna lengur aftur í tímann en til 1. janúar 2012. Þó er heimilt að afla upplýsinga um lán sem hafa verið greidd upp eða hafa breyst vegna úrræða í þágu skuldara allt frá 31. desember 2006. Hagstofan á að jafnaði að eyða þeim gögnum sem hún aflar um fjárhagsstöðu einstaklinga einu og hálfu ári eftir fyrstu útgáfu niðurstaðna hvers tímabils og eigi síðar en í árslok 2018. Hörður Helgason, settur forstjóri Persónuverndar, segir að þær breytingar sem gerðar voru á frumvarpi forsætisráðherra í sumar séu fyrst og fremst lagatæknilegar. Kjarninn í þeim athugasemdum sem Persónuvernd gerði í vor standi óhaggaður. Útskýringar skorti í frumvarpinu um hvers vegna þörf sé talin á svo miklum afskiptum af einkalífi fólks. „Við teljum ennþá ástæðu til að gjalda varhug við frumvarpinu þrátt fyrir breytingar sem hafa verið gerðar á því,“ segir Hörður.Helgi Hrafn Gunnarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Brynjar Níelsson.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, situr í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Hann segir að þær breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu i sumar hafi ekkert að segja. „Frumvarpið er ófreskja sem brýtur gegn friðhelgi einkalífsins og gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir hann. Hann segir að upplýsingaöflun af þessu tagi þjóni stjórnvöldum en ekki almenningi í landinu. „Þetta er vandræðamál og það þarf að skoða þetta frumvarp betur og fá frekari upplýsingar um það. Því er ekki að neita að Hagstofufrumvarpið fer frekar öfugt ofan í venjulega sjálfstæðismenn,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er mjög mikilvægt fyrir stjórnvöld að hafa traustar upplýsingar um skuldagreiðslur og eiginfjárstöðu heimilanna í landinu til að geta metið áhrif af aðgerðum stjórnvalda,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd. „Það liggur fyrir að þessar upplýsingar hefur skort og sérstaklega upplýsingar til að skoða hvaða áhrif aðgerðir hafa á mismunandi hópa eftir fjölskyldugerðum og aldri. Þess vegna er nauðsynlegt að koma þessu frumvarpi í gegn.“ Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Forsætisráðherra lagði frumvarpið um Hagstofu Íslands fram á sumarþingi í tengslum við tillögur vegna skuldavanda heimilanna en afgreiðslu þess var frestað þangað til á septemberþinginu og hefur allsherjar- og menntamálanefnd fengið það í breyttri mynd til umfjöllunar. Samkvæmt frumvarpinu verður Hagstofu Íslands veitt tímabundin heimild til að vinna tölfræðiskýrslur og rannsóknir sem eiga að gera kleift að greina skulda-, greiðslu- og eiginfjárstöðu tiltekinna hópa einstaklinga og fyrirtækja og meta áhrif aðgerða stjórnvalda. Í því skyni verður Hagstofunni heimilt að kalla eftir upplýsingum um stöðu lána einstaklinga og lögaðila frá Íbúðalánasjóði, lífeyrissjóðum, Lánasjóði íslenskra námsmanna og öðrum fyrirtækjum og opinberum aðilum sem stunda lánastarfsemi í atvinnuskyni. Ekki má afla gagna lengur aftur í tímann en til 1. janúar 2012. Þó er heimilt að afla upplýsinga um lán sem hafa verið greidd upp eða hafa breyst vegna úrræða í þágu skuldara allt frá 31. desember 2006. Hagstofan á að jafnaði að eyða þeim gögnum sem hún aflar um fjárhagsstöðu einstaklinga einu og hálfu ári eftir fyrstu útgáfu niðurstaðna hvers tímabils og eigi síðar en í árslok 2018. Hörður Helgason, settur forstjóri Persónuverndar, segir að þær breytingar sem gerðar voru á frumvarpi forsætisráðherra í sumar séu fyrst og fremst lagatæknilegar. Kjarninn í þeim athugasemdum sem Persónuvernd gerði í vor standi óhaggaður. Útskýringar skorti í frumvarpinu um hvers vegna þörf sé talin á svo miklum afskiptum af einkalífi fólks. „Við teljum ennþá ástæðu til að gjalda varhug við frumvarpinu þrátt fyrir breytingar sem hafa verið gerðar á því,“ segir Hörður.Helgi Hrafn Gunnarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Brynjar Níelsson.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, situr í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Hann segir að þær breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu i sumar hafi ekkert að segja. „Frumvarpið er ófreskja sem brýtur gegn friðhelgi einkalífsins og gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir hann. Hann segir að upplýsingaöflun af þessu tagi þjóni stjórnvöldum en ekki almenningi í landinu. „Þetta er vandræðamál og það þarf að skoða þetta frumvarp betur og fá frekari upplýsingar um það. Því er ekki að neita að Hagstofufrumvarpið fer frekar öfugt ofan í venjulega sjálfstæðismenn,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er mjög mikilvægt fyrir stjórnvöld að hafa traustar upplýsingar um skuldagreiðslur og eiginfjárstöðu heimilanna í landinu til að geta metið áhrif af aðgerðum stjórnvalda,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd. „Það liggur fyrir að þessar upplýsingar hefur skort og sérstaklega upplýsingar til að skoða hvaða áhrif aðgerðir hafa á mismunandi hópa eftir fjölskyldugerðum og aldri. Þess vegna er nauðsynlegt að koma þessu frumvarpi í gegn.“
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira