Lífið

Heiðar Austmann á von á öðru barni

Ellý Ármanns skrifar
Heiðar Austmann útvarpsmaður á FM957 og unnusta hans Stefanie.
Heiðar Austmann útvarpsmaður á FM957 og unnusta hans Stefanie.
Útvarpsmaðurinn góðkunni Heiðar Austmann á von á barni með unnustu sinni Stefanie Egilsdóttur.

Stefanie skrifaði eftirfarandi skilaboð á Facebooksíðuna þeirra með sónarmynd af barninu:

„Besti dagur lífs míns. Fengum að sjá litla krílið okkar sprikla og hreyfa sig í sónar í dag. Áætlaður komutími er 15. mars. Við Heiðar gætum ekki verið hamingjusamari. Lífið er svo sannarlega dásamlegt." 

Þetta er fyrsta barn Stefanie en fyrir á Heiðar dóttur, Evu Björk Austmann, sem verður 4 ára í janúar.

FM957.is







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.