Húsafriðunarnefnd vill friðlýsa Nasa Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 4. september 2013 16:10 Páll Gunnlaugsson arkitekt, segir að alltaf hafi staðið til að hafa salinn áfram í upprunalegri mynd. mynd/365 Húsafriðunarnefnd styður tillögu Minjastofnunar Íslands um að friðlýsa skuli tónlistarsalinn Nasa. Páll Gunnlaugsson, arkitekt hjá ASK arkitektum og einn höfundur deiliskipulagsins á Nasa-reitnum, segir að það hafi alltaf staðið til að byggja salinn upp í svipaðri mynd og í dag. Þar verði sama svið og svalirnar á hliðunum haldi sér líka. Páll segir að þessar innréttingar sem verið sé að friðlýsa séu í raun og veru ekki til. Í dag séu bara gegnsósa teppi og spónaplötubar í salnum. Upprunalegu innréttingarnar frá því að salurinn var byggður fyrir miðja síðustu öld, séu ekki lengur til staðar. Græna húsið við Thorvaldsenstræti 2 er friðlýst og segir Páll að það eigi ekki að hagga við því. En nú sé farið að ræða um að friða bakhúsið, sem salurinn er í. Það hús sé frekar ómerkileg bygging og í raun algjört bráðabirgðahúsnæði. Byggingin sé hlaðin úr holsteini og sé með stálgrindaþaki. Slík hús eigi ekki að friða inni í miðri borg. Páll segir að það sé frekar að friða salinn og umfang salarins eins og gert sé ráð fyrir í deiliskipulaginu og til standi að gera. Páll segir furðulegt að húsafriðundarnefnd skuli gera ályktun núna sem sé algjörlega í andstöðu við fyrri ályktun nefndarinnar frá 2012. Málið hafi alla tíð verið unnið í samráði við nefndina og Minjasafn Reykjavíkur. Það hafi verið haldin stór alþjóðleg samkeppni um hönnun svæðisins og allt ferlið hafi verið unnið í samráði við þessa aðila. „Það er núna á lokametrunum að það koma nýir einstaklingar inn í húsafriðundarnefnd, þá er bara skipt um skoðun sem er algjörlega óviðunandi,“ segir Páll. Hann minnist á að 18 þúsund manns hafi skrifað undir mótmælaskjal undir heitinu: Björgum Ingólfstorgi og Nasa. Í kjölfar undirskriftanna hafi verið fallið frá því að byggja á Ingólfstorgi og þannig megi segja að mótmælin hafi í raun bjargað Ingólfstorgi. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Húsafriðunarnefnd styður tillögu Minjastofnunar Íslands um að friðlýsa skuli tónlistarsalinn Nasa. Páll Gunnlaugsson, arkitekt hjá ASK arkitektum og einn höfundur deiliskipulagsins á Nasa-reitnum, segir að það hafi alltaf staðið til að byggja salinn upp í svipaðri mynd og í dag. Þar verði sama svið og svalirnar á hliðunum haldi sér líka. Páll segir að þessar innréttingar sem verið sé að friðlýsa séu í raun og veru ekki til. Í dag séu bara gegnsósa teppi og spónaplötubar í salnum. Upprunalegu innréttingarnar frá því að salurinn var byggður fyrir miðja síðustu öld, séu ekki lengur til staðar. Græna húsið við Thorvaldsenstræti 2 er friðlýst og segir Páll að það eigi ekki að hagga við því. En nú sé farið að ræða um að friða bakhúsið, sem salurinn er í. Það hús sé frekar ómerkileg bygging og í raun algjört bráðabirgðahúsnæði. Byggingin sé hlaðin úr holsteini og sé með stálgrindaþaki. Slík hús eigi ekki að friða inni í miðri borg. Páll segir að það sé frekar að friða salinn og umfang salarins eins og gert sé ráð fyrir í deiliskipulaginu og til standi að gera. Páll segir furðulegt að húsafriðundarnefnd skuli gera ályktun núna sem sé algjörlega í andstöðu við fyrri ályktun nefndarinnar frá 2012. Málið hafi alla tíð verið unnið í samráði við nefndina og Minjasafn Reykjavíkur. Það hafi verið haldin stór alþjóðleg samkeppni um hönnun svæðisins og allt ferlið hafi verið unnið í samráði við þessa aðila. „Það er núna á lokametrunum að það koma nýir einstaklingar inn í húsafriðundarnefnd, þá er bara skipt um skoðun sem er algjörlega óviðunandi,“ segir Páll. Hann minnist á að 18 þúsund manns hafi skrifað undir mótmælaskjal undir heitinu: Björgum Ingólfstorgi og Nasa. Í kjölfar undirskriftanna hafi verið fallið frá því að byggja á Ingólfstorgi og þannig megi segja að mótmælin hafi í raun bjargað Ingólfstorgi.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira