Innlent

Mörg börn haldin skólaleiða

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Um fimmtungur barna í 7. - 10. bekk finnst ekki gaman í skólanum.
Um fimmtungur barna í 7. - 10. bekk finnst ekki gaman í skólanum. Mynd/Stefán Karlsson
Um fimmtungur grunnskólanemenda í 7. - 10. bekk finnst ekki gaman í skólanum og hafa ekki áhuga á náminu. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á starfsháttum í grunnskólum en bók er væntanleg um rannsóknina í næsta mánuði.

25 prósent stráka finnst ekki gaman í skólanum og 14 prósent stúlkna. 30 prósent stráka hafa ekki áhuga á náminu og 14 prósent stúlkna.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að skólaleiði sé nokkuð Skólaleiði er því nokkuð algengur á meðal grunnskólanema en nýlega skrifaði Edda Kjartansdóttir grein á kritin.is um nauðsyn þess að leita orsaka skólaleiða til að bregðast við honum.

Edda Kjartansdóttir fjallar um skólaleiða á kritin.is og að kennarar og foreldrar þurfi að vinna saman til að komast að rótum vandans.
„Ég vildi brýna fyrir kennurum að vera vakandi fyrir því að hugsanlega eru aðrar undirliggjandi orsakir en leti, þrjóska eða óþægð þegar nemendur virka ekki vinnusamir í tímum. Það er mikilvægt að vita orsökina áður en gripið er inn í málið. Því það þjónar litlum tilgangi að bregðast við kvíðnu barni með því að leggja fyrir það meira ögrandi verkefni. Á sama hátt er lítils virði fyrir nemanda að stimpla hann latan ef verkefnin sem lögð eru fyrir hann eru bæði óáhugaverð og hafa lítil tengsl við raunveruleika hans.“

Í grein Eddu kemur fram að kennarar upplifi stundum óskir foreldra um að barnið þeirra fái meira krefjandi verkefefni sem ásakanir um að þeir standi sig ekki vel. Eins eru foreldrar oft viðkvæmir fyrir gagnrýni kennarans á hegðun barnsins. Því er svo mikilvægt að unnið sé með skólaleiða nemenda markvisst og fagleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×