Útlitið er bjart hjá Ásgeiri Trausta Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. nóvember 2013 11:15 María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Fréttablaðið/Pjetur „Þetta er virkilega ánægjulegt því það var mikið óvissuverkefni að þýða plötuna á ensku þó svo það hafi alltaf verið planið að gera það,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta, en plata hans In The Silence hefur fengið frábæra dóma í fjölmiðlum erlendis. Platan er komin út í Danmörku og Hollandi og kemur út í Bretlandi og víðar í Evrópu 27. janúar. Þá kemur hún út 4. febrúar í Bandaríkjunum. „Tímarit á borð við The Line Of Best Fit, Uncut og dagblaðið The Independent hafa öll gefið plötunni prýðis dóma,“ útskýrir María Rut. Tvær fyrstu smáskífur Ásgeirs af plötunni hafa hlotið góða dóma og hafa til dæmis náð inn á vinsældalista Hypem, og hafa einnig verið talsvert spilaðar í útvarpi víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Dæmi um dóma: The Independent gaf plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum The Line Of Best Fit gaf plötunni 8,5 af 10 Uncut gaf plötunni 8 af 10 Bitcandy gaf plötunni 9,4 af 10 Á miðvikudagskvöld kom Ásgeir fram á sínum fyrstu tónleikum í London sem aðalnúmer. „Hann hefur oft komið fram í London sem upphitunaratriði en nú var hann í fyrsta sinn aðalnúmerið. „Þegar Ásgeir byrjar túrinn sinn sem byrjar í nóvember, í Köben, verða það aðrir tónleikarnir sem hann selur upp á, á skömmum tíma. Tónleikarnir eru í Koncerthuset sem er Harpa þeirra Dana,“ bætir María Rut við. Ásgeir kemur fram á Airwaves off-venue á Kexi, á föstudagskvöld klukkan 20.30 en þeir verða í beinni á KEXP í Seattle í Bandaríkjunum. Þá kemur hann fram í Silfurbergi í Hörpu á laugardagskvöld klukkan 22.00. Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þetta er virkilega ánægjulegt því það var mikið óvissuverkefni að þýða plötuna á ensku þó svo það hafi alltaf verið planið að gera það,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta, en plata hans In The Silence hefur fengið frábæra dóma í fjölmiðlum erlendis. Platan er komin út í Danmörku og Hollandi og kemur út í Bretlandi og víðar í Evrópu 27. janúar. Þá kemur hún út 4. febrúar í Bandaríkjunum. „Tímarit á borð við The Line Of Best Fit, Uncut og dagblaðið The Independent hafa öll gefið plötunni prýðis dóma,“ útskýrir María Rut. Tvær fyrstu smáskífur Ásgeirs af plötunni hafa hlotið góða dóma og hafa til dæmis náð inn á vinsældalista Hypem, og hafa einnig verið talsvert spilaðar í útvarpi víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Dæmi um dóma: The Independent gaf plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum The Line Of Best Fit gaf plötunni 8,5 af 10 Uncut gaf plötunni 8 af 10 Bitcandy gaf plötunni 9,4 af 10 Á miðvikudagskvöld kom Ásgeir fram á sínum fyrstu tónleikum í London sem aðalnúmer. „Hann hefur oft komið fram í London sem upphitunaratriði en nú var hann í fyrsta sinn aðalnúmerið. „Þegar Ásgeir byrjar túrinn sinn sem byrjar í nóvember, í Köben, verða það aðrir tónleikarnir sem hann selur upp á, á skömmum tíma. Tónleikarnir eru í Koncerthuset sem er Harpa þeirra Dana,“ bætir María Rut við. Ásgeir kemur fram á Airwaves off-venue á Kexi, á föstudagskvöld klukkan 20.30 en þeir verða í beinni á KEXP í Seattle í Bandaríkjunum. Þá kemur hann fram í Silfurbergi í Hörpu á laugardagskvöld klukkan 22.00.
Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira