Innlent

Ný bæjarstjóri í Hornafirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Ásgerður Gylfadóttir  tekur hér við bæjarstjóraembættinu af Hjalta Þór Vignissyni.
Ásgerður Gylfadóttir tekur hér við bæjarstjóraembættinu af Hjalta Þór Vignissyni.
Ásgerður Gylfadóttir tók í morgun við embætti bæjarstjóra á Hornafirði af Hjalta Þór Vignissyni. Hún var kjörinn bæjarfulltrúi eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar og var forseti bæjarstjórnar þar til í júni síðastliðnum. Hún er fyrsti kjörni bæjarstjóri Hornafjarðar og fyrsta konan til að gegna embættinu.

Í fréttatilkynningu frá sveitarfélaginu segir að Ásgerður, sem er fædd árið 1968 og uppalin á Ísafirði, hafi víðtæka stjórnunar- og rekstrarreynslu og hafi starfað sem hjúkrunarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Suðausturlands frá árinu 2007. Hún lauk diploma í heilsugæslu frá HÍ árið 2007 og Bs í hjúkrunarfræði frá HÍ 1994.

Ásgerður hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið á síðasta kjörtímabili og var kjörin bæjarfulltrúi fyrir B-lista 2010, forseti bæjarstjórnar, formaður bæjarráðs, 1. varaforseti bæjarstjórnar, formaður skóla-, íþrótta og tómstundanefndar til febrúar 2013. Einnig er Ásgerður varaformaður í stjórna Samtaka Sunnlenskra Sveitarfélaga.

Hún var formennsku í Hornafjarðardeild Rauða kross Íslands, sat í samninganefnd hjúkrunafræðinga HSSA og í stjórn fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga á geðsviði LSH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×