Innlent

Leikskólabörnum haldið inni út af brunanum

Samúel Karl Ólason skrifar
Leikskólabörn í leikskólanum Vesturkoti í Hafnarfirði hafa ekkert farið út í morgun vegna reykmengunnar frá brunanum í skipinu Fernöndu í Hafnarfjarðarhöfn.

„Það er svo mengað loftið að við fórum ekkert út í morgun og erum með lokaða glugga. Öll börnin eru inni,“ segir Særún Þorláksdóttir leikskólastjóri.

Leikskólinn er á Hvaleyrarholti en þangað leggur reykinn úr skipinu núna. „Lognið er svo mikið að það var mjög slæmt í morgun. Núna er ekki mikill reykur en mjög slæmt andrúmsloft,“ segir Særún.



Gríðarleg hætta stafar af skipinu Fernöndu sem varðskipið Þór kom í togi til Hafnarfjarðar í morgun. Um hundrað tonn af olíu eru um borð.

Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar segir þetta einu erfiðustu aðstæður sem slökkviliðsmenn hafa lent í og heppni að ekki sé um stærra skip að ræða.

Ef bætir í eldinn þarf jafnvel að draga það út úr höfninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×