Innlent

Olíutankar í "hæfilegri fjarlægð“ frá eldinum

Bjarki Ármannsson skrifar
Hugi Hreiðarsson hjá Atlantsolíu segir birgðastöð enn ekki í hættu.
Hugi Hreiðarsson hjá Atlantsolíu segir birgðastöð enn ekki í hættu.
Birgðastöð Atlantsolíu stendur við Óseyrarbraut í Hafnarfjarðarhöfn, þar sem enn logar eldur í skipinu Fernöndu. Hugi Hreiðarsson hjá Atlantsolíu segir að enn sé ekki ástæða til að óttast að hún verði eldinum að bráð.

„Birgðastöðin er svona í hæfilegri fjarlægð þó að auðvitað sé þetta eitthvað sem maður vill helst ekki hafa í höfninni sinni.“ Hugi segir að Atlantsolía fylgist ennþá með ástandinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×