40 prósent Reykvíkinga ánægðir með ákvörðun Jóns Gnarr 1. nóvember 2013 20:31 mynd/GVA Nærri fjörutíu prósent kjósenda í Reykjavík eru ánægðir með að Jón Gnarr ætli ekki að bjóða sig fram í næstu sveitastjórnarkosningum á meðan þriðjungur er ósáttur við ákvörðun borgarstjórans. Björt framtíð fengi svipað fylgi og Besti flokkurinn ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta kemur fram í nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var dagana 30. og 31.október. Þar var fólk meðal annars beðið um að taka afstöðu um brotthvarf Jóns Gnarr úr stjórnmálum. Fólk var spurt hvort það væri ánægt eða óánægt með þá ákvörðun Jóns að vera ekki í framboði í komandi sveitastjórnarkosningum. Nærri fjörtíu prósent aðspurðra segjast annaðhvort mjög eða frekar með þá ákvörðun á meðan um 31 prósent er mjög eða frekar óánægt. Þrjátíu prósent eru hvorki ánægðir né óánægðir.Það kemur ekki á óvart að minnst er ánægjan með brotthvarf Jóns á meðal stuðningsmanna Bjartrar framtíðar. Ríflega helmingur þeirra er óánægður. Að sama skapi ríkir töluverð ánægja með ákvörðun Jóns hjá Sjálfstæðis- og Framsóknarmönnum. Fleir á meðal Samfylkingarfólks er ánægt en óánægt á meðan Vinstri grænir skiptast nokkuð jafnt. Jón er greinilega vinsælli á meðal yngri kjósenda í Reykjavík heldur en hjá þeim sem eldri eru. Óánægja ríkir á meðal fjörtíu prósent þeirra sem eru á aldrinum 18 til 49 ára á meðan um helmingur þeirra sem eru eldri en fimmtíu ára eru mjög eða frekar ánægðir með að Jón verði ekki aftur í framboði.Samkvæmt könnuninni breytist pólitíska landslagið í borginni lítið í kjölfar tilkynningar Jóns Gnarr. Besti flokkurinn verður innlimaður í Bjarta Framtíð og ef gengið yrði til kosninga nú fengi Björt framtíð svipað fylgi og Besti flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn fengi örlítið meira fylgi á meðan Sjálfstæðisflokkurinn tapar stuðningi. Samfylkingin og Vinstri grænir halda nokkurn veginn sínu frá kosningunum 2010. Skipting borgarfulltrúa héldist óbreytt. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Nærri fjörutíu prósent kjósenda í Reykjavík eru ánægðir með að Jón Gnarr ætli ekki að bjóða sig fram í næstu sveitastjórnarkosningum á meðan þriðjungur er ósáttur við ákvörðun borgarstjórans. Björt framtíð fengi svipað fylgi og Besti flokkurinn ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta kemur fram í nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var dagana 30. og 31.október. Þar var fólk meðal annars beðið um að taka afstöðu um brotthvarf Jóns Gnarr úr stjórnmálum. Fólk var spurt hvort það væri ánægt eða óánægt með þá ákvörðun Jóns að vera ekki í framboði í komandi sveitastjórnarkosningum. Nærri fjörtíu prósent aðspurðra segjast annaðhvort mjög eða frekar með þá ákvörðun á meðan um 31 prósent er mjög eða frekar óánægt. Þrjátíu prósent eru hvorki ánægðir né óánægðir.Það kemur ekki á óvart að minnst er ánægjan með brotthvarf Jóns á meðal stuðningsmanna Bjartrar framtíðar. Ríflega helmingur þeirra er óánægður. Að sama skapi ríkir töluverð ánægja með ákvörðun Jóns hjá Sjálfstæðis- og Framsóknarmönnum. Fleir á meðal Samfylkingarfólks er ánægt en óánægt á meðan Vinstri grænir skiptast nokkuð jafnt. Jón er greinilega vinsælli á meðal yngri kjósenda í Reykjavík heldur en hjá þeim sem eldri eru. Óánægja ríkir á meðal fjörtíu prósent þeirra sem eru á aldrinum 18 til 49 ára á meðan um helmingur þeirra sem eru eldri en fimmtíu ára eru mjög eða frekar ánægðir með að Jón verði ekki aftur í framboði.Samkvæmt könnuninni breytist pólitíska landslagið í borginni lítið í kjölfar tilkynningar Jóns Gnarr. Besti flokkurinn verður innlimaður í Bjarta Framtíð og ef gengið yrði til kosninga nú fengi Björt framtíð svipað fylgi og Besti flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn fengi örlítið meira fylgi á meðan Sjálfstæðisflokkurinn tapar stuðningi. Samfylkingin og Vinstri grænir halda nokkurn veginn sínu frá kosningunum 2010. Skipting borgarfulltrúa héldist óbreytt.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira