Björgunaraðgerðir í Hafnarfjarðarhöfn Elísabet Hall skrifar 1. nóvember 2013 19:30 Flutningaskipið Fernanda var dregið til hafnar um átta leytið morgun þar sem slökkviliðsmenn reyndu að ráða niðurlögum eldsins í skipinu. Varðskipið Þór hóf að sprauta vatni á skipið til að kæla það niður. Um 100 tonn af olíu voru í skipinu og var mikill eldsmatur um borð. Óli Ragnar Gunnarsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að byrjað hefði verið á því að opna skipið að aftan til að létta á hitanum. „Við reynum nú að gera þetta þannig að við séum ekki að leggja okkar menn í hættu. Hér verður engu bjargað því skipið er ónýtt. Öryggi okkar manna er fyrir öllu en við erum að sækja inn í skipið líka. Við erum með 4 reykkafara að sækja niður í skipið og aðra 4 fyrir aftan til þess að verja þá.“ Marvin Ingólfsson, sérfræðingur í séraðgerðum og sprengjudeild Landhelgisgæslunnar, segir að mikil hætta skapist þegar um eld í skipum sé að ræða. Aðstæður eru erfiðar þar sem rýmin eru þröng og ekki mikið pláss sé um borð. „Við erum kannski heppin að hér er um að ræða lítið skip og við sjáum hvað er erfitt að ráða niðurlögum eldsins og sérstaklega með skip úti á rúmsjó. Sem betur fer erum við með svona öflugt varðskip til að eiga við þetta. Þetta gæti orðið verra, ef það kæmi til dæmis upp eldur í skemmtiferðarskipi eða stærra flutningaskipi.“ Á tímabili leit út fyrir að slökkviliðsmenn næðu að ráða niðurlögum eldsins en um hádegisbil bætti töluvert í og skyndilega lagði mikinn reyk yfir hafnarsvæðið. Slökkviliðsmenn þurftu þá að færa sig af svæðinu. Þegar síðasta tilraun slökkviliðsmanna og Landhelgisgæslunnar til að létta á hita í skipinu reyndist árangurslaus var tekin ákvörðun um að færa skipið úr höfninni í skyndi vegna sprengihættu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, sagði að erfitt hefði verið að ráða niðurlögum eldsins. Slökkviliðsmenn hefðu verið búnir að ná tökum á tveimur rýmum þegar eldur í þriðja rými varð óviðráðanlegur og þeir urðu frá að hverfa. „Á ákveðnum tímapunkti þá var ekkert hægt að fara lengra því það var kominn eldur út um allt og mikill reykur. Bæði var þetta mikill reykur fyrir íbúana hérna í hafnarfirði og svo erum við að hætta á öryggi starfsmanna hérna fyrir brotajárn.“Voru mistök að færa skipið hingað?„Nei, í raun og veru ekki. Í björgunaraðgerðum verða menn að taka ákvörðun út frá því sem þeir þekkja á hverri stundu. Síðan þróast það svona og þá þarf að taka nýja ákvörðun. Fyrst að staðan var orðin þessi þá vorum við ekki tilbúin að fórna öryggi okkar eigin starfsmanna.“ Skipið var svo að lokum dregið út á sjó og standa aðgerðir enn yfir. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Flutningaskipið Fernanda var dregið til hafnar um átta leytið morgun þar sem slökkviliðsmenn reyndu að ráða niðurlögum eldsins í skipinu. Varðskipið Þór hóf að sprauta vatni á skipið til að kæla það niður. Um 100 tonn af olíu voru í skipinu og var mikill eldsmatur um borð. Óli Ragnar Gunnarsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að byrjað hefði verið á því að opna skipið að aftan til að létta á hitanum. „Við reynum nú að gera þetta þannig að við séum ekki að leggja okkar menn í hættu. Hér verður engu bjargað því skipið er ónýtt. Öryggi okkar manna er fyrir öllu en við erum að sækja inn í skipið líka. Við erum með 4 reykkafara að sækja niður í skipið og aðra 4 fyrir aftan til þess að verja þá.“ Marvin Ingólfsson, sérfræðingur í séraðgerðum og sprengjudeild Landhelgisgæslunnar, segir að mikil hætta skapist þegar um eld í skipum sé að ræða. Aðstæður eru erfiðar þar sem rýmin eru þröng og ekki mikið pláss sé um borð. „Við erum kannski heppin að hér er um að ræða lítið skip og við sjáum hvað er erfitt að ráða niðurlögum eldsins og sérstaklega með skip úti á rúmsjó. Sem betur fer erum við með svona öflugt varðskip til að eiga við þetta. Þetta gæti orðið verra, ef það kæmi til dæmis upp eldur í skemmtiferðarskipi eða stærra flutningaskipi.“ Á tímabili leit út fyrir að slökkviliðsmenn næðu að ráða niðurlögum eldsins en um hádegisbil bætti töluvert í og skyndilega lagði mikinn reyk yfir hafnarsvæðið. Slökkviliðsmenn þurftu þá að færa sig af svæðinu. Þegar síðasta tilraun slökkviliðsmanna og Landhelgisgæslunnar til að létta á hita í skipinu reyndist árangurslaus var tekin ákvörðun um að færa skipið úr höfninni í skyndi vegna sprengihættu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, sagði að erfitt hefði verið að ráða niðurlögum eldsins. Slökkviliðsmenn hefðu verið búnir að ná tökum á tveimur rýmum þegar eldur í þriðja rými varð óviðráðanlegur og þeir urðu frá að hverfa. „Á ákveðnum tímapunkti þá var ekkert hægt að fara lengra því það var kominn eldur út um allt og mikill reykur. Bæði var þetta mikill reykur fyrir íbúana hérna í hafnarfirði og svo erum við að hætta á öryggi starfsmanna hérna fyrir brotajárn.“Voru mistök að færa skipið hingað?„Nei, í raun og veru ekki. Í björgunaraðgerðum verða menn að taka ákvörðun út frá því sem þeir þekkja á hverri stundu. Síðan þróast það svona og þá þarf að taka nýja ákvörðun. Fyrst að staðan var orðin þessi þá vorum við ekki tilbúin að fórna öryggi okkar eigin starfsmanna.“ Skipið var svo að lokum dregið út á sjó og standa aðgerðir enn yfir.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira