Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, er búinn að kaupa franska landsliðsmarkvörðinn Hugo Lloris frá Lyon en portúgalski stjórinn hefur verið á eftir Frakkanum síðan að hann tók við Spurs-liðinu í sumar. Villas-Boas er líka að leita að manni í staðinn fyrir Luka Modric sem félagið seldi til Real Madrid í gær.
Lyon hafnaði ellefu milljón punda tilboði Tottenham í Hugo Lloris fyrr í sumar en Tottenham var tilbúið að hækka sig um tvær milljónir punda sem var nóg. Tottenham átti líka möguleika á því að fá Júlio César hjá Internazionale fyrir mun minni upphæð en ákvað að eyða meira í Lloris.
Villas-Boas er nú spenntastur fyrir að fá Fulham-miðjumanninn Moussa Dembélé til Spurs í stað Luka Modric en Dembélé lækkaði nú ekki í verði eftir frábæra frammistöðu sína á móti Manchester United á Old Trafford um helgina.
Landi Villas-Boas, Joao Moutinho hjá Porto, var víst efstur á óskalistanum en Tottenham er ekki tilbúið að borga 30 milljónir evra fyrir hann og portúgalska félagið vill ekki hlusta á lægri tilboð.
Franski landsliðsmarkvörðurinn orðinn leikmaður Tottenham
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“
Enski boltinn

Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið
Íslenski boltinn

Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“
Enski boltinn




Umdeildur VAR-dómur á Brúnni
Enski boltinn

