Segir aðildarumsókn Íslands að ESB á leiðinni í algjöra sjálfheldu 13. apríl 2012 14:00 Eiríkur Bergmann. Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst segir allt benda til þess að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu muni lenda í algjörri sjálfheldu í komandi kosningum. Framkvæmdastjórn ESB hefur óskað eftir því að fá að stefna sér til inn í mál ESA gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum. Þetta þýðir að framkvæmdastjórnin mun styðja ESA í málinu og þar með vernda eigin hagsmuni. Þegar eiga Íslendingar í deilum við Evrópusambandið í svokallaðri makríldeilu og virðast málin kominn í þó nokkurn hnút. Eiríkur segir að ekki hafi fengist nægilegur pólitískur stuðningur fyrir málinu í ríkisstjórninni og málið dregist fram úr hófi. „Vandamál ríkisstjórnarinnar í málinu er einkum það að hún er klofin í afstöðu sinni til Evrópusambandsaðildar. Hluti ríkisstjórnarinnar hefur dregið lappirnar í málinu sem hefur orðið til þess að seinka aðildarferlinu þannig markmiðið um að ljúka málinu fyrir kosningar og leggja það í dóm kjósenda næst ekki. Það þýðir einfaldlega það að þetta verður eitt af stærstu átakamálunum í komandi kosningum og auðvitað setur það aðildarumsóknina í uppnám. Á meðan ekki liggur fyrir pólitískur stuðningur fyrir aðild að Evrópusambandinu munum við alltaf verða í þessum vandræðum. Alþingi hefur samt sem áður samþykkt að sækja um aðild að sambandinu og samningaviðræðurnar standa yfir þannig við erum bara einfaldlega föst í þessari ógnarflóknu stöðu," segir Eiríkur. Hann segir stöðuna þó hafa verið fyrirsjáanlega enda hafi það aldrei gerst áður að ríki hafi sótt um aðild að Evrópusambandinu þegar afstaða tveggja jafnrétthárra flokka í ríkisstjórn hafi verið þverklofin í málinu. Það framkalli ýmiskonar vandamál innanlands í ferlinu sem hefur komið í ljós eftir því sem málinu undið fram. „Þannig þetta er vandræðamál og heldur áfram að vera það," segir Eiríkur. „Það er ekki hægt að segja annað en að aðildarferlið stefni í einhvers konar sjálfheldu í aðdraganda komandi kosninga. Það virðist ekki hafa fengist nægjanlegur pólitískur bakstuðningur til að keyra málið áfram. Aðildarferlið hefur líka dregist verulega á langinn miðað við það sem við þekkjum í öðrum löndum við sambærilegar aðstæður. Innan úr framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heyrist það svo að ákveðin ráðuneyti hér á Íslandi hafi í raun og veru dregið lappirnar þannig málið stefnir í gríðarlega mikil átök í aðdraganda kosninga," segir Eiríkur. Hann segir segir að afskiptin Evrópusambandsins að málunum séu eðlileg enda gæti Evrópusambandið hagsmuna sinna aðildarríkja og það vilji svo til að ríkin sem deili við Ísland séu þar innaborðs. Þá geti Íslendingar sjálfum sér um kennt hvað varði stöðuna í Icesave því búið hafi verið að koma málinu í þverþjóðlegt sáttaferli í desember 2008. Ríkisstjórn Íslands hafi þá ákveðið að taka málið út úr því og hefja þess í stað tvíhliða samningaviðræður við fjármálaráðuneyti Breta og Hollendinga sem litu ekki á málið sem sameiginlegt viðfangsefni sem þyrfti að ná sameiginlegri lausn um heldur sem hvert annað innheimtumál. „Þegar íslensk stjórnvöld tóku þá ákvörðun um að taka málið úr þverþjóðlegu sáttarferli í Brussel og hefja þessar tvíhliða virðæður. Sú ákvörðun hafði það í för með sér að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gat ekki annað en staðið við hlið aðildaríkja sinna Breta og Hollendinga. Afleiðingar þess sjáum við í dag. Mér þykja þetta í raun verstu mistök eftirhruns áranna," segir Eiríkur. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst segir allt benda til þess að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu muni lenda í algjörri sjálfheldu í komandi kosningum. Framkvæmdastjórn ESB hefur óskað eftir því að fá að stefna sér til inn í mál ESA gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum. Þetta þýðir að framkvæmdastjórnin mun styðja ESA í málinu og þar með vernda eigin hagsmuni. Þegar eiga Íslendingar í deilum við Evrópusambandið í svokallaðri makríldeilu og virðast málin kominn í þó nokkurn hnút. Eiríkur segir að ekki hafi fengist nægilegur pólitískur stuðningur fyrir málinu í ríkisstjórninni og málið dregist fram úr hófi. „Vandamál ríkisstjórnarinnar í málinu er einkum það að hún er klofin í afstöðu sinni til Evrópusambandsaðildar. Hluti ríkisstjórnarinnar hefur dregið lappirnar í málinu sem hefur orðið til þess að seinka aðildarferlinu þannig markmiðið um að ljúka málinu fyrir kosningar og leggja það í dóm kjósenda næst ekki. Það þýðir einfaldlega það að þetta verður eitt af stærstu átakamálunum í komandi kosningum og auðvitað setur það aðildarumsóknina í uppnám. Á meðan ekki liggur fyrir pólitískur stuðningur fyrir aðild að Evrópusambandinu munum við alltaf verða í þessum vandræðum. Alþingi hefur samt sem áður samþykkt að sækja um aðild að sambandinu og samningaviðræðurnar standa yfir þannig við erum bara einfaldlega föst í þessari ógnarflóknu stöðu," segir Eiríkur. Hann segir stöðuna þó hafa verið fyrirsjáanlega enda hafi það aldrei gerst áður að ríki hafi sótt um aðild að Evrópusambandinu þegar afstaða tveggja jafnrétthárra flokka í ríkisstjórn hafi verið þverklofin í málinu. Það framkalli ýmiskonar vandamál innanlands í ferlinu sem hefur komið í ljós eftir því sem málinu undið fram. „Þannig þetta er vandræðamál og heldur áfram að vera það," segir Eiríkur. „Það er ekki hægt að segja annað en að aðildarferlið stefni í einhvers konar sjálfheldu í aðdraganda komandi kosninga. Það virðist ekki hafa fengist nægjanlegur pólitískur bakstuðningur til að keyra málið áfram. Aðildarferlið hefur líka dregist verulega á langinn miðað við það sem við þekkjum í öðrum löndum við sambærilegar aðstæður. Innan úr framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heyrist það svo að ákveðin ráðuneyti hér á Íslandi hafi í raun og veru dregið lappirnar þannig málið stefnir í gríðarlega mikil átök í aðdraganda kosninga," segir Eiríkur. Hann segir segir að afskiptin Evrópusambandsins að málunum séu eðlileg enda gæti Evrópusambandið hagsmuna sinna aðildarríkja og það vilji svo til að ríkin sem deili við Ísland séu þar innaborðs. Þá geti Íslendingar sjálfum sér um kennt hvað varði stöðuna í Icesave því búið hafi verið að koma málinu í þverþjóðlegt sáttaferli í desember 2008. Ríkisstjórn Íslands hafi þá ákveðið að taka málið út úr því og hefja þess í stað tvíhliða samningaviðræður við fjármálaráðuneyti Breta og Hollendinga sem litu ekki á málið sem sameiginlegt viðfangsefni sem þyrfti að ná sameiginlegri lausn um heldur sem hvert annað innheimtumál. „Þegar íslensk stjórnvöld tóku þá ákvörðun um að taka málið úr þverþjóðlegu sáttarferli í Brussel og hefja þessar tvíhliða virðæður. Sú ákvörðun hafði það í för með sér að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gat ekki annað en staðið við hlið aðildaríkja sinna Breta og Hollendinga. Afleiðingar þess sjáum við í dag. Mér þykja þetta í raun verstu mistök eftirhruns áranna," segir Eiríkur.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Sjá meira