Enski boltinn

Sir Bobby um endurkomu Scholes: Bestu fréttir sem ég hef heyrt lengi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Bobby Charlton og Paul Scholes.
Sir Bobby Charlton og Paul Scholes. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Bobby Charlton, goðsögn hjá Manchester United, var ánægður þegar hann frétti af því að Paul Scholes væri búinn að taka skóna af hillunni og ætlaði að klára tímabilið með United-liðinu. Paul Scholes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri á Bolton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Manchester United hefur misst marga miðjuleikmenn í meiðsli á þessu tímabili og Sir Bobby vissi það manna best að það vantaði mann eins og Paul Scholes í hópinn.

„Þetta voru bestu fréttir sem ég hef heyrt lengi. Scholes er undraverður leikmaður og við erum ótrúlega heppin að hafa hann," sagði Bobby Charlton við United Review blaðið.

„Alex Ferguson hlýtur að hafa haldið að það væri Aðfangadagskvöld þegar Paul Scholes bankaði á dyrnar og bauð fram aðstoð sína," sagði hinn 74 ára gamli Bobby Charlton.

Charlton var á 36 aldursári þegar hann lék sinn síðasta leik fyrir United árið 1973. Hann er ennþá daginn í dag markahæsti leikmaður Manchester United frá upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×