Enski boltinn

Hughes vill Samba

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Hughes ætlar að styrkja lið QPR fyrir átök vorsins.
Hughes ætlar að styrkja lið QPR fyrir átök vorsins. MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Mark Hughes nýr knattspyrnustjóri QPR horfir til fyrrum lærisveina sinna í Blackburn Rovers í leit sinni að leikmönnum en hann hefur þegar boðið í Chris Samba.

Samba er ósáttur hjá Blackburn og vill komast í burtu frá félaginu. Samba var ekki í leikmannahópnum gegn Fulham um helgina sem bætti enn á þær sögusagnir að hann sé á leið frá liðinu.

Steve Kean knattspyrnustjóri Blackburn segir ekkert hæft í þessu og að hann vilji halda leikmanninum hjá félaginu en það kemur ekki í veg fyrir að hann sé áfram orðaður við QPR sem og Tottenham.

"Það er vel þekkt að við höfum gert tilboð í Chris Samba," sagði Hughes eftir 1-0 ósigur QPR gegn Newcastle í fyrsta leik Hughes með liðið nú um helgina. "Við höfum áhuga á að bæta nokkrum leikmönnum við liðið en hvernig það þróast verður að koma í ljós."

"Ef sterkir leikmenn eru í boði þá munum við skoða það en það verða að vera réttu leikmennirnir fyrir liðið og þeir þurfa að styrkja liðið, annars er ekkert gagn í að fá þá," sagði Hughes.

Harry Redknapp var spurður út í Samba um helgina og sagði hann vera góðan leikmann en Totteham hefur þó ekkert spurst fyrir um hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×