Landsliðsmennirnir Indriði Sigurðsson og Pálmi Rafn Pálmason nældu í þrjú stig með félögum sínum í efstu deild norsku knattspyrnunnar í dag.
Indriði Sigruðsson stóð vaktina sem fyrr í hjarta varnar Viking í 4-1 útisigri á Odd Grenland. Viking hefur 27 stig í 6. sæti deildarinnar.
Pálmi Rafn var á kantinum hjá Lilleström sem lagði Steinþór Frey Þorsteinsson og félaga í Sandnes Ulf á útivelli 1-0.
Lilleström er aðeins að rétta úr kútnum eftir hörmunarbyrjun á tímabilinu. Liðið hefur 22 stig í 11. sæti. Úlfarnir frá Sandnesi hafa 17 stig í 14. og þriðja neðsta sæti.
Indriði og Pálmi Rafn í sigurliði
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn


