Enski boltinn

Barry: Ekki búnir að vinna neitt

Barry í baráttunni í kvöld.
Barry í baráttunni í kvöld.
Gareth Barry, miðjumaður Man. City, átti flottan leik í kvöld en var með báðar fætur á jörðinni eftir frábæran sigur City á Man. Utd í kvöld.

"Þetta eru vissulega frábær úrslit og afar mikilvæg fyrir okkur. Það var magnað að landa þessum sigri," sagði yfirvegaður Barry.

"Við vorum virkilega þéttir í þessum leik og gáfum engin færi á okkur. Við fengum betri færi og þetta var flottur leikur af okkar hálfu.

"Við erum samt ekki búnir að vinna neitt. Það eru enn tveir erfiðir leikir eftir. Það verður ekki auðvelt að fara til Newcastle og ná þrem stigum þar. Við verðum að halda ró okkar og klára þessa leiki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×