Enski boltinn

Wenger: Vorum ekki nógu beittir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wenger veifar til áhorfenda í dag en þá var síðasti heimaleikur Arsenal á tímabilinu.
Wenger veifar til áhorfenda í dag en þá var síðasti heimaleikur Arsenal á tímabilinu. Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger var vitaskuld hundfúll með úrslitin í leik sinna manna gegn Norwich í dag. Liðin skildu jöfn, 3-3, í fjörugum leik.

„Við fengum færi til að vinna leikinn en við vorum ekki nógu beittir. Þegar við komumst yfir í stöðunni 3-2 fengum við færi til að skora aftur," sagði Wenger eftir leikinn.

„Við fengum meira að segja 4-5 færi til að skora eftir að þeir jöfnuðu. Niðurstaðan er því eitt stig og verður að gefa strákunum að þeir sýndu mikinn styrk með því að koma til baka eftir að hafa verið undir í hálfleik."

„En við fengum fullt af færum til að vinna leikinn í seinni hálfleik en nýttum þau ekki. Við gerðum þetta of auðvelt fyrir Norwich og fórum illa með of mörg færi."

„Við vorum ekki nógu sterkir. En þeir spiluðu vel og verður að hrósa þeim fyrir það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×