Bóndi í Vigur segir bannið ógna búskap 5. janúar 2012 06:00 Í Vigur hafa verið veiddir fimm til tíu þúsund lundar á ári. mynd/björn baldursson „Er þetta ekki eignaupptaka, ég spyr. Við missum töluverðan hluta af okkar tekjum sem gerir erfiðara fyrir okkur að halda áfram búskap hér í eynni. Virði jarðarinnar rýrnar svo ofan í kaupið,“ segir Salvar Baldursson, hlunnindabóndi í Vigur í Ísafjarðardjúpi. Eins og greint var frá í fréttum í gær hefur umhverfisráðherra fengið samþykki ríkisstjórnar til að breyta lögum svo hægt sé að friða fimm sjófuglastofna af svartfuglaætt. Friðun er ómöguleg ef 20. grein laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum stendur. Greinin fjallar um hlunnindarétt og sölu afurða. Salvar segir að veiði á lunda sé um 15% af tekjum þeirra sem búa í Vigur. Teknir séu fimm til tíu þúsund fuglar á ári, eftir aðstæðum. „Flesta munar um það, en það versta er að ég kem ekki auga á tilganginn. Lundinn er í vandræðum í Vestmannaeyjum og víðar en það segir ekkert um stöðuna hérna. Hér hefur lundi sótt í sig veðrið á undanförnum árum. Ég vil ekki meira af lunda því hér er stórt æðarvarp, sem fer ekki vel saman við of mikinn lunda.“ Salvar hefur veitt lunda í 40 ár í Vigur. Hann segir að á þeim tíma hafi sést greinilegar sveiflur á stofninum. „Þú fjölgar ekki lunda á excel-skjali. Þetta snýst allt um ætið og hvar fuglinn vill vera þess vegna,“ segir Salvar. Hann bendir á til samanburðar að í skýrslunni komi fram að einn netabátur hafi skráð 8.000 fugla í skýrslur eitt árið. Bændasamtökin hafa harðlega gagnrýnt lagabreytingu til friðunar og hvetja til þess að gerðir séu samningar við landeigendur um veiðihlé eða takmörkun veiða. Vegna þessa sögðu samtökin sig frá skýrslu starfshóps umhverfisráðherra en meirihluti hans mælir með friðun. Í úrsagnarbréfi fulltrúa BÍ er bent á að líka þurfi að horfa til sjálfbærrar þróunar byggða í landinu. Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir, fulltrúi Bændasamtakanna í starfshópnum, segir í viðtali við Fréttablaðið að í afskekktum byggðum séu hlunnindi oft meginuppistaðan í búskap. Það verði að virða. Einnig rétt landeigenda til nýtingar á hlunnindum þótt þeir stundi ekki búskap á jörðinni. Þá finna Bændasamtökin að því að lögum sé breytt vegna þess að lagabreytingar verði ekki aftur teknar. svavar@frettabladid.is Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
„Er þetta ekki eignaupptaka, ég spyr. Við missum töluverðan hluta af okkar tekjum sem gerir erfiðara fyrir okkur að halda áfram búskap hér í eynni. Virði jarðarinnar rýrnar svo ofan í kaupið,“ segir Salvar Baldursson, hlunnindabóndi í Vigur í Ísafjarðardjúpi. Eins og greint var frá í fréttum í gær hefur umhverfisráðherra fengið samþykki ríkisstjórnar til að breyta lögum svo hægt sé að friða fimm sjófuglastofna af svartfuglaætt. Friðun er ómöguleg ef 20. grein laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum stendur. Greinin fjallar um hlunnindarétt og sölu afurða. Salvar segir að veiði á lunda sé um 15% af tekjum þeirra sem búa í Vigur. Teknir séu fimm til tíu þúsund fuglar á ári, eftir aðstæðum. „Flesta munar um það, en það versta er að ég kem ekki auga á tilganginn. Lundinn er í vandræðum í Vestmannaeyjum og víðar en það segir ekkert um stöðuna hérna. Hér hefur lundi sótt í sig veðrið á undanförnum árum. Ég vil ekki meira af lunda því hér er stórt æðarvarp, sem fer ekki vel saman við of mikinn lunda.“ Salvar hefur veitt lunda í 40 ár í Vigur. Hann segir að á þeim tíma hafi sést greinilegar sveiflur á stofninum. „Þú fjölgar ekki lunda á excel-skjali. Þetta snýst allt um ætið og hvar fuglinn vill vera þess vegna,“ segir Salvar. Hann bendir á til samanburðar að í skýrslunni komi fram að einn netabátur hafi skráð 8.000 fugla í skýrslur eitt árið. Bændasamtökin hafa harðlega gagnrýnt lagabreytingu til friðunar og hvetja til þess að gerðir séu samningar við landeigendur um veiðihlé eða takmörkun veiða. Vegna þessa sögðu samtökin sig frá skýrslu starfshóps umhverfisráðherra en meirihluti hans mælir með friðun. Í úrsagnarbréfi fulltrúa BÍ er bent á að líka þurfi að horfa til sjálfbærrar þróunar byggða í landinu. Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir, fulltrúi Bændasamtakanna í starfshópnum, segir í viðtali við Fréttablaðið að í afskekktum byggðum séu hlunnindi oft meginuppistaðan í búskap. Það verði að virða. Einnig rétt landeigenda til nýtingar á hlunnindum þótt þeir stundi ekki búskap á jörðinni. Þá finna Bændasamtökin að því að lögum sé breytt vegna þess að lagabreytingar verði ekki aftur teknar. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira