Allar líkur eru á því að sóknarmaðurinn Olivier Giroud muni spila með Arsenal á næstu leiktíð, ef marka má ummæli knattspyrnustjóra Montpellier.
Giroud skoraði 21 mark í 36 leikjum með Marseille á síðustu leiktíð þegar að Marseille tryggði sér fyrsta meistaratitil félagsins frá upphafi.
Hann er 25 ára gamall og er Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagður hafa augastað á kappanum. Rene Giroud, stjóri Marseille, á síður von á því að Giroud verði áfram í herbúðum félagsins.
„Arsenal hefur mikinn áhuga og Giroud vill spila í Englandi. Ef Arsene nær samkomulagi við forseta félagsins [Louis Nicollin] mun hann semja við þá."
