Innlent

Þrjátíu manns vinna í rækju

Rækjan skapar tugi starfa á Siglufirði. fréttablaðið/vilhelm
Rækjan skapar tugi starfa á Siglufirði. fréttablaðið/vilhelm
Að jafnaði unnu á milli 20 og 30 manns í Rækjuvinnslu Ramma hf. á Siglufirði í fyrra og framleiðsla í takt við áætlanir, segir á heimasíðu fyrirtækisins. Verð á pillaðri rækju hækkaði nokkuð á árinu og eftirspurn var góð. Rækjuveiðar að vetri eru erfiðar og hefur frosið hráefni frá útlöndum verið notað til þess að brúa bilið í vinnslunni. Lítið framboð er af erlendri iðnaðarrækju og búast Siglfirðingar við að einhverjir dagar falli úr vinnslu í byrjun árs. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×